fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Eyjan

Ómar ósáttur: Íslenskan niðurlægð – „Við getum ekki einu sinni drullast til að kalla þetta Þakkarhátíð eða Svartan föstudag“

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 12. nóvember 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Ómar Ragnarsson hefur áhyggjur af þróun íslenskrar tungu og segir raunar að hér sé við lýði takmarkalaus enskudýrkun en á sama tíma megi íslenskan þola niðurlægingu.

Ómar gerir þetta að umtalsefni á bloggsíðu sinni. Hann segir:

„Að undanförnu hefur síbylja auglýsinga um „Happy Thanksgiving“ verið keyrð í fjölmiðlum.

Eftir nokkra daga er svonefndur „Dagur íslenskunnar“ einmitt um það leyti ársins sem Thanksgiving, Singles Day, Friday og Cyber Monday, allt bandarískir dagar, tröllríða hér öllu og kaffæra hinn íslenska dag í krafti fjöldans og umsvifanna, auk Singles Day, sem er kínverskur að uppruna en orðinn alþjóðlegur á skömmum tíma.“

Ómar segir að engu líkara sé en að ósýnileg ensk málfarslögga sé að taka hér öll völd.

„Svo hratt hefur þetta gerst, að Cyber Monday er ekki enn eins þekktur og hinir, en það verður örugglega ekki lengi, sannið þið til, svo mikilvægt sem það er að við eltum Kanann og séum ekki eins og eitthvert meningarsnautt útnárafólk.“

Ómar segir að þessar hátíðir eða viðburðir, Thanksgiving, Black Friday og Cyber Monday, komi íslenskri menningu, sögu og aðstæðum nákvæmlega ekkert við. Þær hafi ekki frekar skírskotun til Íslendinga en að Þorláksmessa hafi skírskotun til Bandaríkjamanna.

„Bandaríska þakkarhátíðin er frídagur og þess vegna er mikil verslun á eftir honum. Til þess að Svartur föstudagur eigi sér íslenska skírskotun þyrfti að gera Þakkarhátíðina að frídegi, en því verður hugsanlega kippti fljótlega í liðinn, sannið þið til,“ segir Ómar ósáttur og bætir við hann hefði haldið að hið gengdarlausa og einfeldningslega dekur okkar við allt, sem bandarískt og enskt er, hefði átt að duga.

„Við getum ekki einu sinni drullast til að kalla þetta Þakkarhátíð eða Svartan föstudag, nei, „Happy Thanksgiving“ og „Black Friday“ skal það vera. En, þetta er ekki allt. Eins og Björn Bjarnason hefur skrifað á bloggsíðu sína, nær enskudýrkunin nýjum hæðum eða réttara sagt nýjum lægðum í lágkúru í auglýsingum bíóhúsa á myndinni „Þór-Ragnarök“. eins íslensku fyrirbæri og hugsast getur, skráð og mótað af Íslendingum. Heitið Þór-Ragnarök virðist ekki þykja nógu fínt. „Thor-Ragnarok“ skal það heita. Ekkert sveitalegt og hallærislegt íslenskt nafn, takk fyrir,“ segir Ómar sem heldur áfram:

„Kannski er stutt í það að mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Börn náttúrunnar, sem var tilnefnd til Óskarsverðlauna, verði nefnd „The Childrens of the Nature“ svo að það þyki nógu fínt,“ segir Ómar sem bætir við að aðeins eitt vanti til þess að fullkomna leiftursókn enskunnar til að gera alla tyllidaga í nóvember að enskum dögum;

„að breyta nafninu á Degi íslenskrar tungu og nefna hann „Day of Icelandic Language“, nafnorðin að sjálfsögðu skrifuð með stórum stöfum að enskra sið. Ég yrði ekki hissa þótt það færi að styttast í það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 5 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti