fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Eyjan

Karl Th sakar Jón Steinar um ósamkvæmni – Jón Steinar svarar fyrir sig

Trausti Salvar Kristjánsson
Sunnudaginn 12. nóvember 2017 10:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl Th. Birgisson

Karl Th. Birgisson, ritstjóri Herðubreiðar, segir lögmanninn Jón Steinar Gunnlaugsson ekki vera samkvæman sjálfum sér, í pistli á Herðubreid.is í gær. Jóni Steinari var stefnt af Hæstaréttardómaranum Benedikti Bogasyni á dögunum, fyrir meiðyrði í nýjustu bók Jóns Steinars, en þar segir Jón Steinar að Hæstiréttur hafi framið „dómsmorð“ á Baldri Guðlaugssyni sem var dæmdur fyrir innherjasvik 2012.

 

Karl Th. Segir:

„Gott og vel. Ég tek ekki afstöðu til efnisatriða þessa tiltekna máls, en leiði hugann að 130. grein almennra hegningarlaga:

„Ef handhafi dómsvalds eða annars opinbers úrskurðarvalds um lögskipti gerist sekur um ranglæti við úrlausn máls eða meðferð þess í því skyni, að niðurstaðan verði ranglát, þá skal hann sæta fangelsi allt að 6 árum.

Hafi verknaðurinn haft eða verið ætlað að hafa í för með sér velferðarmissi fyrir nokkurn mann, þá skal refsingin vera fangelsi ekki skemur en 2 ár og allt að 16 árum.“

Semsagt: Jón Steinar virðist ótvírætt og alveg vífilengjulaust saka dómarana um refsivert athæfi, sem varðar meiraðsegja margra ára fangelsi.“

Karl Th. Ber þetta síðan saman við dómsmál Egils „Gillzeneggers“ Einarssonar, sem Jón Steinar fjallaði um á Rás 2 á dögunum.

„Þar sagði hann skýrt og skorinort að sínum hætti: Það má ekki og er ólöglegt að saka mann opinberlega um refsivert athæfi sem ekki hefur sannazt á hann eða hann verið fundinn sekur um. Basta. Og rétt hjá honum.

Óhjákvæmlega vaknar nú að minnsta kosti ein spurning:

Í ljósi þessara nýlegu ummæla (og margra fleiri), tekur því nokkuð fyrir Jón Steinar að grípa til varna í meiðyrðamálinu? Ég þykist vita að hann muni gera það, en málsvörnin hlýtur þá að byggjast á því að önnur lög gildi um hann sjálfan en þann sem sakaði Egil Einarsson um refsivert athæfi.

Að öðrum kosti er ekki nokkur samkvæmni í því sem hann segir.

Og það þykjumst við vita, að sé eitt af því síðasta sem hann vill gerast sekur um.“

 

Jón Steinar hefur nú svarað Karli Th. í pistli sem lesa má hér.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um breytingar og hitt sem ekki breytist

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um breytingar og hitt sem ekki breytist