fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Eyjan

Grasrótin og greinar trjánna

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 12. nóvember 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnaldur Máni Finnsson ritstjóri Austurlands.

Arnaldur Máni Finnson skrifar: Myndmál er mikilvægt tæki í orðræðu hversdagsins og ekki síður á hátíðarstundu. Vel valið orðalag getur aukið mátt skilaboða, kjarnað hugmynd eða aðstæður í skýru máli og gefið hugmynd þann slagkraft sem þarf til að hún nái í gegnum þann seiga flaum áreitis sem við erum orðin vön að umvefji okkur dag frá degi. Slagorð eru ein grein þeirrar orðsins listar sem við verðum vör við í daglegu umhverfi og ekki síst þegar viðburðir eins og kosningar eiga sér stað. Ég ætla mér ekki út í greiningu á þeim slagorðum sem stjórnmálaflokkarnir völdu að hjúpa sig með þetta haustið, því það myndi einhvern veginn gildishlaða almenna pælingu of mikið.  Þó mætti vissulega upphefja mikla umræðu um það hvort sú ímynd sem þessar „fjöldahreyfingar“ velja sér til að kynna gildi sín og hugmyndafræði eigi í raun við þann veruleika sem stjórnmálahreyfingar standa fyrir. En það er önnur saga.

Spakur heldur Lýð fróman

Við Íslendingar, ef maður má segja svoleiðis, erum sprottin úr einhverskonar söguhyggju sem hefst á orðunum „Vér mótmælum allir“ en týnist í tómhyggju tæknialdar, þegar slagorðið „Ísland úr Nató“ er orðið merkingarlaust stafarugl í augum kynslóðar sem tekur hlutunum bara eins og þeir eru og er löngu hætt að velta því fyrir sér hvort það getur haft áhrif á framtíð sína eða samfélag. Eða öllu heldur, það virðast öll slagorð orðin jafn innantóm í eyrum kynslóðar sem hefur aldrei velt því fyrir sér hvort að hægt sé að hafa hlutina öðruvísi. Samtíminn er orðin svo þykkur grautur af yfirþyrmandi skilaboðum um að ekkert dugi nema frægð, allt sé einskis vert ef ekki fáist læk, og þau lögmál sem stýri því hvernig læk megi finna séu einu gildin sem vert sé að temja sér. Að afla málflutningi stuðnings í tíðaranda dagsins í dag felst ekki í því að flykkja raunverulegum manneskjum að baki hugsjón og koma saman til að samtakamáttur einhvers tiltekins hreyfiafls í samfélaginu verði sýnilegur og hafi áhrif. Eins og raunin kannski var, viljum við halda, í rósrauðu mistri rómantískrar fortíðar, þegar fólk var ennþá fólk. Nei, að slá í gegn er bara að negla nógu marga þumla uppí loft á einhverjum netmiðlinum og vera viss um að eitthvað ætlað almenningsálit sveigist með í takt við birtingartíðni á samfélagsmiðli þann daginn. Almenningsálit sem er með áður óþekktum hætti orðin svo óræð hugmynd – þar sem hún er hvorki bundin stað, stund eða þjóðfélagshópi – að enginn stjórnmálaflokkur getur í raun gert sér grein fyrir því hvort að „hans fólk“ sé hluti af þessari bylgju eða hinni. Það er ekkert handan algóritma bergmálsklefans sem birtist á tölvuskjánnum. Hvers vegna mætir aldrei neinn lengur á fundi, spyr sig Spakur. Tja, þeir hafa farið annað, segir Lýður og þeir halda sig fróma. En staðreyndin er að „þeir“ eru bara heima. Þeir fara hvergi. Jú samt á kjörstað!

Góðar fréttir, hyggur Lýður.

Og það eru nú góðu fréttirnar, svona ef maður vill hrósa fólki aðeins; kjörsókn var góð þrátt fyrir að umræðan hafi verið takmörkuð og að mestu leyti á svo almennum nótum að hræðsluáróður virkaði betur en nokkuð annað, ef frá er talin sú innblásna réttlætisins ræða sem fleytti nýju afli á þing með fordæmalausum hætti, þar sem persónulegur þokki konu með rödd og reynslu ræður öllu, en slagorðin engu. Eða öllu. Þau eru greipt í íslenska þjóðarsál og ríma við sögu okkar óafvitandi; þess vegna virka þau. Þau eru mótmæli og við megum ekki gleyma því í „orðræðunni“ að fimmtungur þeirra 80% kosningabærra manna sem kusu „mótmæltu“ því fyrst og fremst sem þeim finnst þau ekki geta haft áhrif á.

Kannski er þetta skýring sem einhverjum finnst illskiljanleg, en hún felur fyrst og síðast í sér þá fullyrðingu að stjórnmálin eru að mjög takmörkuðu leyti birtingarmynd þess félagslega veruleika sem fólk lifir í. Þá meina ég að almenningur telur stjórnmálahreyfingar ekki lengur vera félagsskap þar sem grasrót fólks hefur áhrif á stóru áherslulínurnar heldur snýst allt um fylgi leiðtogans, að fylkja liði með einhverskonar ljómandi fígúru. Það er afturför til handa okkur samt, til að mynda hér á landsbyggðinni, því þessar hreyfingar sem hafa um þriðjung atkvæða á bakvið sig eru ekki til á sveitastjórnarstiginu og að því þarf að hyggja nú þegar næsti slagur í pólítíkinni fer í gang. Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvort að þær nýju greinar sem nú taka að þroskast á þingi, ná að skjóta rótum í nærsamfélagi okkar hér eystra í vor og flytja næringuna þannig úr sverðinum að laufkórónan blómgist þegar fram líða stundir.

Birtist fyrst í Austurland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 5 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti