Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins kom saman til fundar í Valhöll í morgun. Þá hittist þingflokkur Vg í þinghúsinu í morgun einnig. Má ljóst vera að fundarefnið er mögulegt ríkisstjórnarsamstarf flokkanna tveggja, auk Framsóknar. Þingflokkur Framsóknar mun einnig funda í dag samkvæmt heimildum Eyjunnar.
Af þessu má telja að formlegar viðræður flokkanna þriggja gætu hafist strax í dag, ef sátt næst innan þingflokkanna um slíka stjórn. Helsti ásteytingarsteinnin er sem fyrr talinn vera samvinna VG og Sjálfstæðisflokksins, en þar gæti forsætisráðherrastóllinn og skipting ráðuneyta gert gæfumuninn.