Samfylkingin hafnaði að starfa í ríkissjórn með Sjálfstæðisflokknum, að sögn Katrínar Jakobsdóttur formanns VG. Þetta kemur fram á Vísi í dag.
Sem kunnugt er hafa þreifingar og viðræður átt sér stað milli VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í dag. Þá hafa Samfylkingin, Píratar og Viðreisn fundað einnig, með möguleika
á viðbót frá VG og Framsóknarflokknum.
Sigurður Ingi hafnaði aðkomu Viðreisnar í viðræðum
þessa flokka upphaflega, en sú hugmynd kom frá Loga Einarssyni, formanns Samfylkingar.
Ljóst er að með þessu hafi Katrín og Sigurður Ingi um tvo kosti að velja, annarsvegar stjórn
frá hægri til vinstri eða miðju-vinstristjórn, sem var fyrsti kostur Katrínar.