fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Vinstrisinnuð Inga Sæland snýr baki við Sigmundi

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 1. nóvember 2017 18:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland þvertekur fyrir að vera komin í bandalag með Miðflokki Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þrátt fyrir að hafa mætt með honum á Bessastaði á mánudag. Þá segist Inga vera vinstrisinnuð og að líkur séu á sex flokka ríkisstjórn. Vísir hefur sagt að það hafi verið slegið út af borðinu en Inga er á öðru máli. Í samtali við mbl.is um samskipti hennar og Sigmundar segir Inga henni hafi þótt það fyndið að þiggja far með honum, en líkt og hefur komið fram áttu þau fund stuttu áður og bauðst Sigmundur Davíð til að skutla henni.

„Við áttum tíu mínútna spjall og maðurinn var elskulegur og bauð mér bílstjórann sinn því hann veit að ég er ekki með bílpróf. Ég hefði annars þurft að hringja á leigubíl. Mér fannst þetta bara fyndið. Ég hef enga heimild til að hitta einhvern mann og gera við hann bandalag án þess að ræða við þingflokkinn. Ég er hins vegar svolítið hrekkjótt og fannst þetta lúmskt galið,“ segir Inga.

Hún segir enn fremur að henni lítist vel á sex flokka stjórn allra flokka nema Sjálfstæðisflokks og Miðflokks.

„Mér líst rosalega vel á það sem ég held að verði. Ég er alveg sannfærð um að það sé kominn tími til breytinga og að við séum að fara að ná fram réttlæti fyrir fólkið okkar í landinu. Ég trúi því af öllu mínu hjarta,“ hefur mbl.is eftir henni.

Mjög ólíkar fréttir hafa verið fluttar af möguleikum þeirrar ríkisstjórnar en Vísir segir hana andvanafædda meðan Stundin segir hana á teikniborðinu.

Inga segist fyrst og fremst vera vinstri sinnuð.

„Miðað við velferð sem vinstrið hefur boðað og miðað við að ég hef aldrei verið annað en vinstrisinnuð, og ef allt í einu virkilega á að fara að vinna, þá er það bara frábært.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi