Björn Valur Gíslason, fyrrum þingmaður og varaformaður VG,
veltir vöngum yfir mögulegri ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks
á bloggi sínu í dag.
Sú ríkistjórn hefði traustan meirihluta, sex þingmenn umfram stjórnarandstöðu, en
Björn Valur telur að slík ríkisstjórn myndi ekki ráðast í umfangsmiklar kerfisbreytingar
og telur til stjórnarskrármálið og sjávarútvegs- og landbúnaðarmál. Frekar telur Björn Valur
að sú ríkisstjórn myndi einbeita sér að minna umdeildum málum og treysti heilbrigðis- og
velferðarkerfið enn frekar. Þá telur Björn Valur að forsendan fyrir farsæli slíkrar ríkisstjórnar,
sé Katrín Jakobsdóttir í stóli forsætisráðherra.
Ljóst er að bakland VG virðist vera að mýkjast í garð Sjálfstæðisflokksins, nú þegar hillir undir viðræður
flokkanna þriggja, VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Björn Valur dró sig út úr stjórnmálum í sumar,
þegar hann gaf ekki lengur kost á sér til varaformanns, en ljóst má telja að hann hafi ennþá nokkur ítök meðal vinstrimanna. Ljóst er að mörgum í VG hugnast síður samstarf með Bjarna Benediktssyni og Sjálfstæðisflokknum, en mögulega er Björn Valur að gefa tóninn fyrir það sem koma skal.