fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Eyjan

Björn Valur vill VG með Framsókn og Sjöllum – Baklandið að mýkjast ?

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 9. nóvember 2017 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Valur Gíslason.

Björn Valur Gíslason, fyrrum þingmaður og varaformaður VG,
veltir vöngum yfir mögulegri ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks
á bloggi sínu í dag.

Sú ríkistjórn hefði traustan meirihluta, sex þingmenn umfram stjórnarandstöðu, en
Björn Valur telur að slík ríkisstjórn myndi ekki ráðast í umfangsmiklar kerfisbreytingar
og telur til stjórnarskrármálið og sjávarútvegs- og landbúnaðarmál. Frekar telur Björn Valur
að sú ríkisstjórn myndi einbeita sér að minna umdeildum málum og treysti heilbrigðis- og
velferðarkerfið enn frekar. Þá telur Björn Valur að forsendan fyrir farsæli slíkrar ríkisstjórnar,
sé  Katrín Jakobsdóttir í stóli forsætisráðherra.

Ljóst er að bakland VG virðist vera að mýkjast í garð Sjálfstæðisflokksins, nú þegar hillir undir viðræður
flokkanna þriggja, VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Björn Valur dró sig út úr stjórnmálum í sumar,
þegar hann gaf ekki lengur kost á sér til varaformanns, en ljóst má telja að hann hafi ennþá nokkur ítök meðal vinstrimanna. Ljóst er að mörgum í VG hugnast síður samstarf með Bjarna Benediktssyni og Sjálfstæðisflokknum, en mögulega er Björn Valur að gefa tóninn fyrir það sem koma skal.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 5 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti