fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Eyjan

Katrín segir allt opið og formenn freka til forsætis – halda spilunum þétt að sér

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. nóvember 2017 17:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson. Samsett mynd: DV/Sigtryggur Ari

Formenn þingflokka alþingis funduðu flestir í dag samkvæmt venju. Þar var helst rætt um stjórnarmyndunarviðræður, en samkvæmt Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs er staðan galopin ennþá, líkt og RÚV greindi frá.

Hún sagðist hafa talað við flesta formennina í dag og suma oftar en einu sinni. Þá sagðist hún reiðubúin að leiða ríkisstjórn sem stuðlaði að baráttumálum síns flokks, en viðurkenndi að aðrir formenn væru flestir tilbúnir til þess einnig og væru með þá „kröfu á lofti“.

Svipaða sögu er að segja af Bjarna Benedikssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, en hann sagðist í samtali við RÚV hafa talað við flesta formenn og sagði Sjálfstæðisflokkinn ásamt VG vel geta verið kjölfestuna í þriggja flokka ríkisstjórn.

Sigurður Ingi  Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins tók í svipaðan streng, sagðist reiðubúinn að leiða ríkisstjórn með breiðri skírskotun frá vinstri til hægri, en vildi ekki gefa upp við hverja hann hefði rætt í dag. Þá varaði hann við að viðræðurnar dregðust á langinn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Tilkynna um flug milli Íslands og Montreal

Tilkynna um flug milli Íslands og Montreal
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir aðventuna reyna mest á hjónabandið

Segir aðventuna reyna mest á hjónabandið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera