fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Eyjan

Björn skýtur fast á Þorgerði: „Nú boðar flokksformaðurinn að ekki verði staðið við það loforð bjóðist ráðherrastólar“

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 8. nóvember 2017 12:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skýtur á fyrrum samherja sinn í flokknum, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Þorgerður er sem kunnugt er formaður Viðreisnar eftir að hafa sagt skilið við Sjálfstæðisflokkinn.

Björn rifjar upp viðtal RÚV við Þorgerði Katrínu síðastliðinn mánudag þar sem Jóhann Bjarni Kolbeinsson fréttamaður spurði: „Verði Viðreisn við þetta stjórnarmyndunarborð, mun flokkurinn setja það sem skilyrði að gengið verði til atkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður við ESB á næsta kjörtímabili?“

Þorgerður Katrín svaraði:

„Á þessu stigi tel ég rétt að flokkar setji ekki fram nein skilyrði. Ábyrgðin er að koma saman stjórn. Síðan er stóra myndin sú, hvort sem flokkar eru innan eða utan stjórnar, það eru nýju vinnubrögðin. Við þurfum að passa okkur á því að vera málefnaleg bæði í meirihluta sem minnihluta.“

Björn segir á bloggsíðu sinni að þetta svar marki ákveðin tímamót í ljósi sögunnar. „Viðreisn setur ekki atkvæðagreiðslu um framhald ESB-aðildarviðræðna sem skilyrði fyrir myndun ríkisstjórnar,“ segir Björn sem rifjar ESB-málið upp.


Bendir hann á að ríkisstjórnin sem var við völd á árunum 2013 til 2016 hafi dregið ESB-aðildarumsóknina til baka sem varð meðal annars til þess að Evrópusinnaðir Sjálfstæðismenn stofnuðu Viðreisn; „…þeir ættu ekki samleið með þeim í flokki sem brytu kosningaloforð og efndu ekki til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við ESB,“ segir Björn sem endar pistilinn á þessum orðum:

„Eftir yfirlýsingu Þorgerðar Katrínar sem vitnað er til hér að ofan vaknar spurning um hvort Viðreisnarfólk á samleið með Viðreisn. Hafi flokkurinn verið stofnaður um eitthvert málefni sneri það að þjóðaratkvæðagreiðslunni um framhald ESB-viðræðna. Nú boðar flokksformaðurinn að ekki verði staðið við það loforð bjóðist ráðherrastólar. Ólíklegt er að þessi yfirlýsing flokksformannsins um hvarf frá meginstefnu flokksins breyti nokkru um aðdráttarafl hans við stjórnarmyndun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?