fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Fjársvelt Suðurnes lengi verið staðreynd

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 5. nóvember 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á opnum fundi sem Reykjanesbær hélt nýlega vegna fjárveitinga ríkisins til verkefna á Suðurnesjum og samanburð Dr. Hugins Freys Þorsteinssonar við aðra landshluta kom fram að bæði sveitastjórnarfólk á Suðurnesjum og þingmenn kjördæmisins hafi vitað af vandanum, en ekki að munurinn væri eins mikil og úttekt Hugins gefur til kynna. Ekki virðist hafa verið tekið tillit til þeirrar miklu fólksfjölgunar sem verið hefur að undanförnu, langt umfram landsmeðaltal og mikillar fjölgunar ferðamanna sem reyna á innviðina í kringum flugstöðina.

Sveitastjórnarfólk á Suðurnesjum hefur lengi vitað að svæðið hefur fengið mun minna fjármagn frá ríkinu en önnur svæði á landinu og komu niðurstöður opins fundar í gær, þar sem niðurstöður voru sýndar svart á hvít, þeim því ekki á óvart. Það hefur margoft  sent frá sér sameiginlegar ályktanir til ráðamann þjóðarinnar um vandann sem virðast ekki hafa hlotið hljómgrunn. Þingmenn Suðurkjördæmis sem kváðu sér hljóðs á fundinum í gær sögðust kannast við vandann. Sumir kváðust ekki hafa áttað sig á að munurinn væri eins mikill og rannsókn Dr. Hugins Freys Þorsteinssonar hjá ráðgjafafyrirtækinu Aton gefa til kynna. Einn þingmanna líkti ríkinu við flugmóðurskip þegar kemur að breytingum.

Íbúafjölgun í Reykjanesbæ hefur verið fordæmalaus á undanförnum árum, allt upp í tæp 8% á ári, sem er langt umfram landsmeðaltal. Sömu sögu er að segja um fjölgun ferðamanna sem bæði kallar á aukið álag á innviðina í nágrenni flugstöðvar en ekki síður á aukinn mannafla við mikinn uppgang í flugi og flugtengdri starfsemi. Í inngangserindi Kjartan Más Kjartanssonar bæjarstjóra Reykjanesbæjar kom fram að á Norðurlöndum séu þau svæði þar sem íbúum fjölgar um meira en 1,5% á ári skilgreind sem vaxtarsvæði og ríkið komi að og aðstoði. Mikilli fjölgun fylgi mikið álag á innviði, byggja þurfi grunn- og leikskóla, leggja götur og fleira.

Svo virðist sem gleymst hafi að taka mið af mikilli fólksfjölgun við útdeilingu fjármuna til verkefna ríkisins á svæðinu. Upplýsinga fyrir úttektina var einnig aflað úr frumvarpi til fjárlaga ársins 2018, auk upplýsinga frá stofnunum sem eru með starfsemi á svæðinu og eru háðar fjármögnun frá ríkinu. Kjartan Már sagðist vona að vandamálið hafi náð eyrum þeirra þingmanna og frambjóðenda sem mættu á fundinn svo hægt sé að hefjast samtal um leiðir til úrbóta.

Reykjanesbær hefur verið í fjárhagslegri endurskipulagningu á undanförnum árum og hefur þurft að draga saman seglin. Góður árangur hefur þó náðst með þrotlausri vinnu, en gæta verður áframhaldandi aðhalds á næstu árum.

Bæjarstjórn Reykjanesbær lét gera úttektina enda höfðu bæjarfulltrúar lengi grunað að pottur væri brotinn í fjárframlagi ríkisins til verkefna á Suðurnesjum. Mikill fjöldi fólks var á fundinum og margir tóku til máls.

Birtist fyrst í Reykjanes

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi