fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Þórarinn lætur virka í athugasemdum fá það óþvegið: „Helsti ókosturinn við internetið er að með því fengu allir rödd“

Eyjan
Föstudaginn 3. nóvember 2017 18:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórarinn Þórarinsson, pistlahöfundur Fréttablaðsins, fer mikinn í bakþönkum blaðsins í dag þar sem hann lætur virka í athugasemdum heyra það.

Þar gerir Þórarinn að umtalsefni málefni ungs manns, Mahad Abib Mahamud, sem kom hingað til lands frá Noregi fyrir skemmstu. Mahad var sviptur norskum ríkisborgararétt eftir að hafa búið í landinu í sautján ár. Það sem Mahad vann sér til saka var að segjast vera frá Sómalíu þegar flest benti til þess að hann væri frá Djíbútí.

Þórarinn segist ekkert þekkja til mannsins – eða málsins yfir höfuð – og segist þar af leiðandi ekki ætla að hafa neina skoðun á honum sem manneskju.

„Óþverralýðurinn sem rottar sig saman í athugasemdakerfum vefmiðlanna veit sjálfsagt jafn lítið og ég. Sennilega minna enda benda athugasemdir þeirra iðulega til þess að þau hafi ekki lesið þær fréttir sem þau gjamma undir. Kunni í það minnsta alls ekki að lesa sér til gagns,“ segir Þórarinn sem nefnir tvö dæmi úr frétt DV.is um mál Mahads. Þau eru svohljóðandi:

Því í fjandanum var þessum ekki snúið við á punktinum og til Noregs aftur, orðinn kjaftbit.“

 

Maðurinn er greinilega einhver hrotti eða glæpon, annars hefðu Norðmenn aldrei úthýst manni með ríkisborgararétt.

„Heimskan, illskan og stafsetningin (þessi ótæka og snarbrjálaða) eru hin heilaga þrenning virkra í athugasemdum. Helsti ókosturinn við internetið er að með því fengu allir rödd. Sumir hafa bara því miður ekkert að segja, en þurfa ekki lengur að þegja, og æla í staðinn svartasta galli sálna sinn yfir almenning,“ segir Þórarinn sem er þekktur fyrir flest annað en að liggja á skoðunum sínum.
Í grein sinni bætir hann við að í athugasemdakerfunum beita „heimskustu“ 0,01 prósent þjóðarinnar okkur hin, 99,99 prósentin, „andlegu og félagslegu ofbeldi.“

„Eiga þessir grunnhyggnu, illa þenkjandi og enn verr skrifandi alvitringar ekki aðstandendur sem geta bent þeim á að hætta þessu. Eða vísað þeim á viðeigandi stofnun? Helst áður en þessi pistill fer á vefinn ;)“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi