fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Gunnar Bragi staðfestir að Sigurður og Sigmundur hafi rætt mögulegt samstarf: „Menn eru að tala saman“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 2. nóvember 2017 10:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/DV

Fréttablaðið heldur fram að talsamband sé nú á milli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Sigurðar Inga Jóhannssonar. Þar segir að Sigurður Ingi hafi haft frumkvæðið og hringt í Sigmund í gær. Samkvæmt heimildum Eyjunnar er sú atburðarrás sem rakin er í Fréttablaðinu rétt.

Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Miðflokksins staðfesti þetta í morgun í Morgunútvarpinu en hann greindi frá því að formenn allra flokka ræddu nú saman. Erfitt er að mynda ríkisstjórn án aðkomu Framsóknarflokksins og hefur hann átt í óformlegum viðræðum við Sjálfstæðisflokk og svo stjórnarandstöðuna. Gunnar Bragi telur að Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð geti vel unnið saman og margir möguleikar séu í stöðunni. Þá sagði hann mikilvægt að traust ríki á milli manna. Sagði Gunnar Bragi að formenn Framsóknarflokksins og Miðflokksins hafi rætt saman mögulegt samstarf.

„Menn eru að tala saman, það er bara þannig. Formennirnir eru að tala saman. Eigum við ekki að segja að það sé nýtt að menn tali á þessum nótum, um samstarf og þess háttar,“ sagði Gunnar Bragi og bætti við:

„Auðvitað þarf að vera traust til staðar, en menn verða líka að vera viljugir til þess að axla ábyrgðina, axla ábyrgðina til að vinna fyrir land og þjóð, og þá verða þeir að sjálfsögðu að sýna traust.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi