fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Eyjan

Óttarr hættir: „Úrslitin sérstaklega ömurleg fyrir flokkinn“

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 31. október 2017 13:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra. Mynd:DV/Sigtryggur Ari

Óttarr Proppé hefur ákveðið að hætta sem formaður Bjartar framtíðar. RÚV greinir frá þessu og vitnar í bréf sem Óttar sendi flokksmönnum. Í bréfinu segir Óttarr um úrslitin:

„sérstaklega ömurleg fyrir flokkinn“ og þá umhverfisvænu frjálslyndispólitík sem hann standi fyrir. „Mér finnst eðlilegt að axla ábyrgð á þessari stöðu og segja af mér embætti formanns Bjartrar framtíðar.“

Þá segir Óttar að samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarna Benediktsson hafi haft neikvæð áhrif og dregið úr trausti. Einnig heldur Óttar fram að úrslit kosninganna séu áhyggjuefni

„Það er augljóst að þátttaka í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hafði mikil neikvæð áhrif á traust til Bjartar framtíðar. Það var nær ómögulegt að vekja athygli á málefnum og áherslum flokksins í aðdraganda kosninganna. Það er miður.

Það er auðvelt að vera vitur eftir á. Augljóst er að róttæk naflaskoðun er framundan. Ég hóf þátttöku í stjórnmálum til að gera gagn. Það er hægt að gera á ýmsa vegu. Í þessum kosningum gerði formennska mín flokknum ekki gagn. Við slíkar aðstæður gerir það hugsjónunum ógagn að rembast eins og rjúpa við staur. Þá er betra að rétta keflið áfram og hjálpa til á annan hátt.

Úrslit kosninga eru áhyggjuefni og ekki bara fyrir okkar flokk. Það eru grundvallarbreytingar í loftinu og ekki allar jákvæðar. Gildi og áherslur Bjartrar framtíðar skipta máli fyrir samfélagið.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar