fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Eyjan

Fráfarandi þingmenn fá tugi milljóna: Sex fá biðlaun í hálft ár

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 31. október 2017 09:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Bjarnason fær sex mánaða biðlaun.

Sex þingmenn, þar af þrír úr röðum Sjálfstæðisflokks, eiga rétt á biðlaunum eftir að hafa dottið af þingi. Fjórtán þingmenn sem féllu af þingi eftir kosningarnar um helgina eiga rétt á biðlaunum og tveir til viðbótar sem ekki gáfu kost á sér til endurkjörs.

Fjallað er um þetta í Fréttablaðinu í dag. Bent er á að þó svo að kjörtímabilið hafi aðeins staðið í ett ár eigi þessir þingmenn rétt á biðlaunum í þrjá til sex mánuði. Biðlaun eru jafn há þingfararkaupi, eða rúmlega 1,1 milljón króna.

Í umfjöllun Fréttablaðsins kemur fram að Unnur Brá Konráðsdóttir, Valgerður Gunnarsdóttir og Vilhjálmur Bjarnason hjá Sjálfstæðisflokki eigi rétt á sex mánaða biðlaunum. Sömuleiðis þau Óttarr Proppé og Björt Ólafsdóttir hjá Bjartri framtíð. Ásta Guðrún Helgadóttir, Pírati, á einnig rétt á sex mánaða biðlaunum.

Í umfjöllun Fréttablaðsins er bent á að Theodóra S. Þorsteinsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, hafi lýst því yfir að hún ætlaði ekki að nýta biðlaunarétt sinn. Hún var í hópi þeirri sem áttu rétt á þriggja mánaða launum. Þeir fimmtán þingmenn sem eiga rétt á biðlaunum munu að óbreyttu fá tæplega 70 milljónir næstu mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar