fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Sóley segir VG til syndanna: „Stöðugt að ströggla við eigin hreyfingu sem vildi að ég breikkaði mig og brosti meira“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 30. október 2017 20:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sóley Tómasdóttir

Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi VG, vill stofna nýjan Kvennalista og gagnrýnir hún sinn gamla flokk harðlega á Facebook-síðu sinni. Sóley skrifaði stöðufærslu aðfaranótt sunnudags þegar niðurstaða kosninga lá að mestu fyrir og var ljóst að konum fækkaði talsvert á þingi.

„Ok. Kvennalisti er málið. Strax í vor,“ skrifaði Sóley.

„Enn einn flokk vinstra megin við miðju“

Fjöldi kvenna tóku vel í þessa uppástungu en sumar voru þó á báðum áttum. Svala Jónsdóttir var ein þeirra.

„Af því að við þurfum endilega enn einn flokk vinstra megin við miðju til að tryggja Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og útibúum ævarandi völ,“ skrifaði Svala. Því svaraði Sóley: „Nei, við þurfum að setja kvenfrelsi á dagskrá sem alvöru viðfangsefni. Það hafa vinstriflokkarnir ekki gert.“

Svala spurði þá hvort VG hafi ekki gert það meðan hún var í forystu flokksins. „Nei, ekki sem hreyfing. Ég gerði það, og það eru konur innan VG sem gera það ennþá, en hreyfingin sem slík er ekki femínísk. Því miður,“ svaraði Sóley.

„Það var meira framboð en eftirspurn eftir flokkum“

Sigríður Guðmarsdóttir prestur sagðist mjög ósammala Sóley:

Ég er ákaflega ósammála þessu. Þau (eða öllu heldur þeir) sem þurfa að hysja upp um sig eru Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur og Flokkur fólksins. Þeirra kjósendur munu ekki flykkja sér um enn eitt klofningsframboðið á vinstri vængnum.

Sóley svaraði þá að málið snerist ekki bara um að koma konum að heldur jafnframt að tala fyrir kerfisbreytingum. „Það er fullt af góðu fólki sem talar fyrir kerfisbreytingum i íslenskri pólitík og margt af því eru líka góðir femínistar. Það var meira framboð en eftirspurn eftir flokkum í þessum kosningum. Kerfisbreytingaflokkar eins og Píratar og Viðreisn misstu mikinn þingmannsstyrk. Þriðji kerfisbreytingarflokkurinn Björt Framtíð þurrkaðist út og sá fjórði, Dögun, náði ekki fylgi. Það sem þarf, að mínu viti, er að fólk geti unnið saman um hugsjónirnar, ekki að búa til enn einn flokkinn,“ var svar Sigríðar.

„Ég reyndi í 10 ár“

Sóley sagðist hafa reynt í tíu ár að auka femínískar áherslur í VG. „Ég reyndi í 10 ár. Femínismi er nákvæmlega jafn jaðarsettur núna og þá innan VG. Það er ekki hægt að vinna að femínisma í blönduðum flokkum,“ sagði Sóley. Sigríður sagði þá á móti að þetta væru stór orð og að Sóley hafi orðið mikið ágengt á þessum tíu árum.

Sóley telur hins vegar að henni hefði orðið meira ágengt utan VG:

„Ég sagði ekki að mér hefði ekki orðið ágengt. Ég gerði helling og það er fullt af konum í öllum flokkum að gera helling. En flokkarnir eru ekki femínískir í grunninn heldur fela einstaklingum að dekka málaflokkinn svo hin geti talað um alvörumálin. Ég er búin með þá tilraun fyrir mitt leyti. Vá hvað ég hefði getað gert miklu meira í gegnum öflugan kvennalista í stað þess að vera stöðugt að ströggla við eigin hreyfingu sem vildi að ég breikkaði mig og brosti meira og hætti að vera svona einsmáls.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi