fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

„Ég hef nú ekki heyrt um neitt bandalag“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 30. október 2017 18:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland formaður Flokks fólksins.

„Við drukkum alveg yndislegt kaffi og svo spjölluðum við um heima og geima og hið pólitíska landslag,“ sagði Inga Sæland formaður Flokks Fólksins að loknum fundi sínum með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, í dag. Hún segir augljóst að Bjarni Benediktsson eða Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eigi að fá umboð til stjórnarmyndunar en kannast ekki við að Flokkur Fólksins sé kominn í bandalag við Miðflokkinn.

Tilfinningaþrungin ræða Ingu í leiðtogaumræðunum á RÚV á föstudagskvöld vakti mikið umtal. Á blaðamannafundi í dag sem sýnt var frá á vef RÚV kvaðst Inga telja farsællegast að geta bundið saman í stjórn þá flokka sem eru á sambærilegri leið. Draumaríkisstjórnin að mati Ingu er sú sem vinnur fyrir fólkið í landinu.

„Ég sagði það fyrir kosningar að okkur hugnast samstarf við þá sem vilja stefna að þeim markmiðum sem við settum okkur fyrir kosningar.“

Inga sagði jafnframt að flokkur hennar væri reiðubúinn til að starfa í ríkisstjórn sem og í öflugri stjórnarandstöðu og þá kæmi einnig til greina að starfa með fráfarandi stjórnarandstöðunni í ríkisstjórn. Á öðrum stað benti hún á að venjan væri sú að stærsti flokkurinn eða sigurvegari kosninganna fengi stjórnarmyndunarumboðið.

Sem fyrr segir kannast Inga ekki við bandalag Flokks fólksins og Miðflokksins í stjórnarmyndunarviðræðum og kvaðst einungis hafa spjallað stuttlega við Sigmund Davíð í dag auk þess sem hún fékk far heim með bílstjóra hans.

„En við erum afskaplega lík um margt í okkar málefnastefnu þannig að eðli málsins samkvæmt tölum við saman.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi