Fjölmargir þingmenn sem náðu kjöri í síðustu þingkosningum náðu ekki kjöri í kosningunum í gær. Sjálfstæðisflokkur missir fimm þingmenn en í þeim hópi er til dæmis Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis.
Í umfjöllun RÚV er bent á að Teitur Björn Einarsson, Valgerður Gunnarsdóttir, Vilhjálmur Bjarnason og Hildur Sverrisdóttir hafi einnig misst þingsæti sitt.
Píratar missa fjóra þingmenn en í þeim hópi eru Eva Pandóra Baldursdóttir, Gunnar Hrafn Jónsson, Einar Aðalsteinn Brynjólfsson og Ásta Guðrún Helgadóttir. Hjá Viðreisn detta Benedikt Jóhannesson, Jóna Sólveig Elínardóttir og Pawel Bartoszek út.
Og Björt framtíð, sem náði ekki manni kjörnum, missir alla sína þrjá þingmenn; þau Óttarr Proppé, Nicole Leigh Mosty og Björt Ólafsdóttur.