fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Pawel datt af þingi: Að vera þingmaður eins og að aftengja sprengju

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 29. október 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pawel Bartoszek þingmaður Viðreisnar. Mynd/Sigtryggur Ari

„Ég kveð þingið eftir 12 mánuði í draumastarfinu,“ segir Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, sem missti sæti sitt í þingkosningunum í gær. Pawel gerir síðustu tólf mánuði upp í pistli á Facebook-síðu sinni.

Pawel rifjar upp að hann hafi samið fjögur frumvörp. „Það er slatti í samanburði við aðra. Þrjú fjölluðu um innflytjendamál. Það fjórða var kannabisfrumvarpið,“ segir hann og bætir við að enginn óbreyttur stjórnarliði hafi tekið oftar til máls eða talað lengur.

Þessi tölfræði sé þó ekki aðalatriðið. Eitt sitji eftir sem hann hefur lært um sjálfan sig.

„Ég hef unun að því að leita sátta. Að fá mál sem virðist í algerum hnút, setjast niður með þingmönnum ólíkra flokka, sjá hvað hver vill, leita lausna, skýra hvað sé hægt og hvað ekki. Tilfinningin er svipuð og að aftengja sprengju. En eins og í því dæmi þá er það bara frétt þegar það mistekst. Ekki þegar það tekst,“ segir hann.

Hann segir að þingmannsstarfið sé ótrúlega valdamikið starf. „Þeir sem veljast til þess fá að ráða hvað sé leyft og hvað sé bannað, hve mikinn pening eigi að taka af fólki og hvað eigi að nota hann í. Þetta vald hafa þingmenn og þingmenn einir. Ég óska þeim sem til þess völdust, innan Viðreisnar sem utan, innilega til hamingju.“

Pawel endar pistilinn á að þeim orðum að vissulega sé hann svekktur yfir að hafa fengið að dvelja í starfinu lengur. Sú tilfinning sé þó léttvæg í samanburði við það þakklæti sem er honum í huga fyrir að hafa fengið að gegna því til að byrja með.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi