fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Eyjan

Nýtum afganginn

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 28. október 2017 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

Sigurður Ingi Jóhansson, höfundur greinar.

Fjölgun ferðamanna er gríðarlega stórt verkefni sem reynir á alla innviði landsins, hún er nánast óheilbrigð á svona skömmum tíma. Álag á grunnþjónustu, s.s. í heilbrigðiskerfinu er óviðunandi og öryggi allra er stefnt í hættu. Tryggja þarf að þjónusta við erlenda ferðamenn sé sjálfbær svo ekki komi til niðurgreiðslu úr vasa skattgreiðenda.

Vöndum okkur

Þúsundum ferðamanna er beint að eftirsóttum og fallegum stöðum á Suðurlandi á hverjum degi. Við verðum að nýta uppsveifluna í hagkerfinu og afgang af ríkisrekstri til að bæta heilbrigðisþjónustu, vegakerfið og löggæslu á Suðurlandi. Þó svo að auknu fjármagni hafi verið veitt í fleiri stöðugildi er langt því frá að það hafi fylgt þróun og þörf. Gera þarf svo miklu betur því spáð er áframhaldandi fjölgun ferðamanna næstu árin.

Framsóknarflokkurinn vill setja 20 milljarða í heilbrigðis-, samgöngu- og menntamál, þar af 10 milljarða til að mæta auknu álagi í heilbrigðiskerfinu og bæta þjónustu þess.

Góðar greiningar eru forsenda þess að nægt fjármagn fáist og það nýtist sem best. Áhrif aukins fjölda og álagið á heilbrigðiskerfið og starfsfólk þess er margþætt. Það er keppikefli allra sem starfa í heilbrigðisgeiranum að veita sem besta þjónustu óháð því hver á í hlut. Hins vegar getur þjónusta við erlenda ferðamenn tekið lengri tíma og því bætist það við vaxandi fjölgun. Þar að auki er háannatími ferðaþjónustunnar á sumrin þegar flestir þurfa að nýta sér þjónustuna og sumarfrí í hámarki hjá fólki með víðtæka reynslu í heilbrigðisþjónustu.

Því var heilbrigðisáætlun fyrir allt landið okkar stærsta forgangsmál og fengum við hana samþykkta á stuttu kjörtímabili. Vinnan er nú komin á fullt í ráðuneytinu við að greina hvar á landinu þörfin er mest. Tekið er m.a. tillit til fjölgunar ferðamanna á hverjum stað, íbúaþróunar, aldurssamsetningar, fjarlægða á milli staða og álagspunktar settir niður.

Skýr markmið

Við þurfum að horfa tíu til fimmtán ár fram í tímann og setja okkur skýr markmið út frá þeirri greiningu sem nú er unnið að. Forsenda fyrir auknu fjármagni er að vera búin að kortleggja hvers konar þjónustu heilbrigðisstofnanir á Suðurlandi verða að hafa, út frá þörf og álagspunktum. Tryggja verður að íbúar og ferðamenn geti gengið að öruggri þjónustu, en jafnframt má kostnaðurinn vegna aukins álags ekki leggjast á íbúana.

Mikilvægt er að nýta afgang af ríkisrekstri til að mæta auknum kostnaði. Skýrt markmið er forsenda þess að vel takist til. Traust stjórnmál snúast um að hafa þekkingu, þrek og þor til að takast á við þau verkefni sem eru nauðsynleg á hverjum tíma.

Höfundur greinar: Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og oddviti flokksins í Suðurkjördæmi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar