fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Eyjan

Lagavertíð

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 28. október 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Smári McCarthy, höfundur greinar.

Ég bauð mig fram til Alþingis fyrir ári síðan með það að markmiði að reyna að gera gagn fyrir samfélagið mitt. Á þinginu hef ég reynt að sporna við spillingu og frændhygli, draga úr óþarfa kostnaði í ríkisrekstri, bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja, auka á sanngirni regluverksins gagnvart þeim sem fengu enga forgjöf, og undirbúa lög Íslands undir framtíðina. Markmiðin voru mörg og stór, en markmiðið skýrt.

Ég er þó ekki búinn að ljúka þeirri vinnu sem ég lagði upp með, því kjörtímabilið var í heldur styttra lagi. Flækjan og ruglið á þinginu gerir það líka að verkum að allt miðar frekar rólega áfram, jafnvel þegar allt er gefið í á fullt. Þó þykir mér að þingflokkur Pírata hafi skilað af sér góðu verki á síðustu lagavertíðinni, bæði með góðum lagabreytingum og með því að draga athygli að málum sem annars fengu enga. En við erum aldeilis ekki búin. Mig langar því til að fá að halda áfram að vinna fyrir þig, kæri lesandi, í eitt kjörtímabil í viðbót.

Stjórnmál snúast um að búa til sem best samfélag og tryggja að það gangi vel að sinna öllu sem sinna þarf. Eftir aðeins örfáa daga göngum við til kosninga enn á ný, eftir að enn ein ríkisstjórnin hefur fallið, sökum þess að það hefur ekki gengið nógu vel.

Það er nauðsynlegt að Íslendingar noti tækifærið til að senda skýr skilaboð til stjórnmálamanna um að viðvarandi óstöðugleiki gangi ekki. Nú þarf að fara að keyra hlutina áfram af ábyrgð og festu. Raunverulegur stöðugleiki er nauðsynlegur. Uppbygging er tímabær. Það gengur ekki lengur að hvert málið á fætur öðru fellir ríkisstjórnir og það gengur heldur ekki að samfélagið sé látið bíða eftir því að kerfiskallarnir ákveði að nú megi fara að laga það sem er að.

Það er nóg eftir að gera. Önnur brjáluð vertíð framundan. En fyrst þurfum við að kjósa. Gangi öllum vel á laugardaginn!

Höfundur greinar: Smári McCarthy alþingismaður og oddviti Pírata í Suðurkjördæmi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar