fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Ísland allt heilbrigt

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Laugardaginn 28. október 2017 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oft er talað um að bregðast verði við þeirri þróun að öll þjónusta við landsmenn endi á suðvesturhorninu, að öllu sé stýrt þaðan. Þá er einnig vitað að fólk hefur mátt flytja frá heimabyggð til þess að eiga kost á viðunandi grunnþjónustu, þannig að öryggi verði tryggt. Þetta er þróun sem gengur ekki lengur ef við ætlum að halda öllu landinu í byggð.

Við vitum hvað þarf til, við vitum að fullnægjandi heilsugæsla leiðir til aukins öryggis íbúa og gerir að verkum að fólk vill búa áfram þar sem það veit að það nýtur sjálfsagðrar grunnþjónustu. Það er líka vitað að ef vel er að verki staðið þá minnkar það álag á aðra og dýrari þjónustu í heilbrigðiskerfinu.

Það er sérstaklega mikilvægt að heilsugæslunni um allt land sé tryggð mönnun og aðstaða sé einnig til staðar til þess að sinna geðrænum og sálfélagslegum vanda allra einstaklinga en sú aðstaða er ekki fullnægjandi og sérstaklega er henni ábótavant á landsbyggðinni. Sérfræðiþjónusta á sviði geðræktar er ekki tryggð og snúa verður við þeirri þróun án tafar.

Innan heilsugæslunnar rúmast forvarnir og þær eru mikilvægar og þess vegna þarf að standa vel að þeim innan heilsugæslunnar. Öflug heilsugæsla er hornsteinn í hverju samfélagi og mikilvægt er að hlúa vel að henni eins og lög gera ráð fyrir, heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður einstaklinga innan heilbrigðiskerfisins.

Að þessu sögðu verður að minnast á að heilsugæslan þarf rými og aðstæður til þess að standa að heimahjúkrun í auknum mæli. Það gerir fleira fólki kleift að búa lengur á heimilum sínum og dregur úr þörf fyrir rými á hjúkrunarheimilum. Ljóst er þó að hefja verður byggingu hjúkrunarheimila af fullum krafti til að taka á viðvarandi og fyrirsjáanlegri þörf. Ennfremur má benda á að með því að styrkja stöðu heilsugæslunnar, allt frá forvörnum til sjálfsagðrar grunnþjónustu skapast grundvöllur fyrir áframhaldandi búsetu í heimabyggð.

Þorgrímur Sigmundsson skipar 3. sæti á lista Miðflokksins í Norðaustur-kjördæmi

Anna Kolbrún Árnadóttir skipar 2. sæti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 20 klukkutímum
Ísland allt heilbrigt

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist