fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Eyjan

Heilbrigðisþjónusta heima í héraði

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 28. október 2017 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir rúmu ári síðan hófum við umræðu um að bæta við sérhæfðri sjúkraþyrlu inn í utanspítalaþjónustuna hér á Suðvesturhorni landsins. Slík þyrla yrði mönnuð bráðalækni og bráðatækni sem hefðu til taks öll þau tæki og búnað sem þarf til að veita bráðaþjónustu strax á vettvangi. Með þessu móti verður hægt að færa sérhæfða læknisþjónustu, utanspítalaþjónustu, út til fólksins á vettvangi til að draga verulega úr afleiðingum veikinda og slysa.

Þessi þjónusta yrði hrein viðbót við þær öflugu bjargir sem við höfum í dag sem sjúkrabílarnir og björgunarþyrla landhelgisgæslunnar eru. Sjúkraþyrla myndi bæði draga úr álagi á þá aðila og veita þeim mikinn faglegan stuðning.

Á þessu eina ári hefur Fagráð sjúkraflutninga Íslands skilað af sér ítarlegri skýrslu þar sem það leggur til að hafið verði sérstakt prufuverkefni með sjúkraþyrlu strax næsta vor. Fjölmargir aðrir fagaðilar eins og félag bráðalækna og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hafa tekið undir með fagráðinu. Þá hafa Samtök sveitarfélaga á Suðurlandi einnig gefið út samantekt um nauðsyn þess að tekin verði upp þjónusta sjúkraþyrlu á Suðurlandi.

Málið hefur verið kynnt fyrir ráðherrum ríkisstjórnarinnar við góðar undirtektir. Næsta skref er því hjá þeim sem mun taka við heilbrigðisráðuneytinu í nýrri ríkisstjórn að taka ákvörðun um að setja verkefnið af stað.

Þetta er einn af stóru þáttunum í að efla heilbrigðisþjónustuna á landsbyggðinni ásamt eflingu heilsugæslunnar, fjarheilbrigðisþjónustu og uppbyggingu hjúkrunarheimila.

Við þingmenn Sjálfstæðisflokksins munum leggja okkur áfram fram við að koma þessu verkefni í höfn til að allir eigi jafnt og gott aðgengi að sem bestri heilbrigðisþjónustu. Komum sjúkraþyrlunni á loft með því að setja X við D þann 28. október.

Höfundur greinar: Vilhjálmur Árnason alþingismaður, skipar 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.

Birtist fyrst í Suðri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni