fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Glímt við góðærið

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 28. október 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Unnur Brá, höfundur greinar.

Það er nánast sama hvar borið er niður, efnahagur Íslendinga er sterkur. Og umbreytingin er ævintýraleg á innan við áratug. Íslensk heimili standa miklu sterkari nú en áður, sem byggist einkum á tvennu; hér er næg atvinna og verðbólga hefur haldist lág. Leiða má líkum að því að hið fyrrnefnda haldist áfram fái fyrirtæki að dafna í stöðugu umhverfi án átaka. Hið síðara, verðbólgan, getur líka haldist í þeim góða farvegi sem hún er ef við stígum varlega til jarðar og viðhöldum stöðugleika í efnhagsmálum.

En það ber ýmislegt að varast við stjórn efnahagsmála, líka í góðæri. Þannig er ljóst að hagvöxtur er að mestu borinn uppi af einkaaðilum nú um stundir, og á meðan svo er ættu opinberir aðilar, bæði sveitarfélög og ríkið, að halda að sér höndum. Með mikilli innspýtingu inn í hagkerfið myndi þrýstingurinn aukast á verðbólgu, sem svo kallar á aðgerðir Seðlabankans, sem strax myndi hækka vexti. Þetta verðum við að forðast, og því verðum við að sýna yfirvegun við ákvarðanir um aukin fjárútlát hins opinbera.

Hann er þröngur, gullni meðalvegurinn, en hann má samt rata með góðum hætti. Það hefur Sjálfstæðisflokkurinn sýnt með stefnu sinni og gjörðum að undanförnu. Stíga verður skrefin áfram þann veg. Þannig er ljóst að ríkið verður að setja fjármuni í viðhald og frekari uppbyggingu innviðanna, svo sem vegagerð. Okkur er líka ljóst að bæta verður úr húsnæðisþörf eldra fólks með hraðri uppbyggingu hjúkrunarheimila. Mörg ágæt skref hafa verið tekin í þeim málum á fáeinum árum, en gera má betur. Brýnt er að halda áfram endurnýjun tækjabúnaðar á Landspítalanum og styrkja þarf heilbrigðiskerfið um land allt. Hið sama á við menntakerfið. Sjálfstæðisflokkurinn hefur bent á að fjármunir séu til staðar, bankar hafi bolmagn til að greiða allt að 100 milljarða króna í sérstakar arðgreiðslur á næstu árum sem nýta má í umræddar framkvæmdir, án þess að stofna til spennu í hagkerfinu og án þess að hækka hér skatta.

Sígandi lukka er best, og stuðningur við framboð Sjálfstæðisflokksins á laugardaginn er stutt en mikilvægt skref til þess að viðhalda festu og stöðugleika í efnahagsmálum, til farsældar fyrir land og þjóð.

Höfundur greinar: Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, skipar 4. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokkins í Suðurkjördæmi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 20 klukkutímum
Glímt við góðærið

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist