fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Gerum betur

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 28. október 2017 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ari Trausti Guðmundsson. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Við erum öll með á nótum þegar spurt er í hvaða málaflokkum umbætur eru næstar og brýnastar í samfélaginu, bæði á landinu öllu og Suður- og Suðausturlandi. Menn nefna t.d. án mikillar umhugsunar: Heilbrigðismál, kjör aldraðra og öryrkja, húsnæðismál, samgöngur og úrbætur í menntamálum. Fleira kemur til í máli manna svo sem umhverfis- og loftslagsmál, helstu atvinnugreinar og stjórnarskráin. Í sérstöðu eru málefni sauðfjárbúa. Þar verður að leita samstarfs við forystu  bænda og sláturleyfishafa um lausn á bráðavanda í sauðfjárræktinni og ræða framtíðarstefnu greinarinnar. Við í VG stöndum að baki íbúum í bæjum og til sveita í byggðamálum.

Ólík hugmyndafræði

Þegar rætt er um hvernig skuli standa að umbótum í því góðæri, sem hefur smám saman orðið að veruleika eftir efnahagshrunið, eru ólíkar lausnir á lofti. Einnig hvar og hvernig finna skuli fjármagna þær. Pólitík er að stórum hluta grunduð á ólíkri afstöðu okkar til þess hvernig samfélagið á að þróast. Við byggjum afstöðuna á lífsviðhorfum og hugmyndafræði. Nú hafa orðið til fleiri stjórnmálahreyfingar á Íslandi en nokkru sinni. Það tel ég stafa af uppbroti í samfélaginu við efnahagshrunið. Alþjóðleg efnahagsmál, opnun milli landa, afdrifarík hlýnun, ófriður víða og óöryggi fólks koma líka við sögu, þrátt fyrir aukna velmegun að meðaltali hér heima – sem um leið einkennist af vaxandi ójöfnuði og óþoli. Fátækt er staðreynd á Íslandi.

Sumir eru vel aflögu færir – aðrir ekki

Vinstri hreyfingin – grænt framboð boðar umbætur til næstu fjögurra ára og svarar þannig ákalli mikils meirihluta þjóðarinnar. Við teljum gerlegt að mynda félagshyggjustjórn sem fetar aðrar og betri leiðir en tvær síðustu ríkisstjórnir. Lykilatriði er að afla ríki og sveitarfélögum tekna hjá þeim sem sannarlega eru aflögu færir, hlífa öðrum þegnum, færa fjármuni til þeirra og líka til margvíslegra umbóta sem kallað er eftir en ekki stóð til að framkvæma samkvæmt fjármálastefnu síðustu ára. Um 10% landsmanna eiga yfir tvo þriðju hluta allra eigna í landinu og um 20 þúsund einstaklingar þéna yfir 330 milljarða króna á ári. Bankar og stór fyrirtæki eru flest afar vel haldin. Með skatta- og gjaldajöfnunarstefnu verður hægt að færa til fjármuni innan ríkistekna en hlífa um leið almenningi við álögum. Það er réttlætismál.

Umbætur næstu fjögur ár útheimta þor, yfirvegun, sanngirni og stöðugleika. Um leið má bæta eitt og annað í ríkisrekstrinum. VG er í stakk búið til að leiða nauðsynlega vinnu til úrbóta undir traustri forystu Katrínar Jakobsdóttur, í samvinnu við þá sem ná saman um samfélagslegar lausnir í áföngum.

Höfundur greinar: Ari Trausti Guðmundsson. Höfundur er í 1. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 20 klukkutímum
Gerum betur

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist