fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Eyjan

Frelsið er yndislegt

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Laugardaginn 28. október 2017 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frelsið er yndislegt en bara ef þú átt peninga. Að minnsta kosti er það þannig fyrir þá sem eru á landsbyggðinni og þurfa að leyta til sérfræðilækna. Það er að segja annarra en þeirra sem ríkið ákveður að þeir megi leita til.

Ferðakostnaður er sem sagt ekki greiddur ef að það er sérfræðingur í þinni heimabyggð, jafnvel þó að hann sé bara einn og það sé 2ja ára bið. Að vísu er hægt að skjóta málsmeðferð til sjúkratrygginga en það er ekki það sama og að eiga val.

Hvað felur þetta í sér í raun og veru? Þetta felur í sér algjört valdaleysi þeirra sem eru veikir og þurfa að leita sér lækninga ef þeir eru svo óheppnir að búa úti á landi, þar sem aðgengi að læknum er takmarkað. Svo takmarkað á mörgum stöðum að þú átt bara „val“ um að hitta einn ákveðinn lækni, einu sinni í mánuði þegar hann kemur að sunnan eða frá Akureyri í næsta þéttbýliskjarna.

Að geta valið sér lækni sem hentar manni ættu að vera sjálfsögð réttindi sjúklinga. Hér er ekki verið að halda því fram að læknar sem boðið er uppá á landsbyggðinni séu eitthvað verri en aðrir læknar. Heldur er það nú svo að læknar, þó að þeir séu með sérfræðiþekkingu, hafa kannski kynnt sér meira eitt ákveðið svið innan sinnar sérgreinar en önnur. Eins þarf fólk að geta treyst sínum lækni og fólk er einfaldlega misjafnt og nær misvel saman. Þetta atriði er sérstaklega mikilvægt þegar verið er að fjalla um viðkvæm mál, hvort heldur sem um er að ræða kvenlækningar eða geðlækningar.

En hvar liggur vandinn? Hann liggur ekki síst í því að ekki fást sérfræðilæknar til starfa út á landi bæði vegna fjárskorts heilbrigðisstofnana og eins að ungum læknum hugnast ekki þau kjör sem boðið er uppá, þar með talinn vinnutíma sem getur verið langur og strangur og innifalið ferðalög yfir vegi í misjöfnu ástandi.

En hvað er til ráða? Að minnsta kosti er ekki boðlegt að fólk eigi ekki val í svona mikilvægum málaflokk, þar sem ríður á að vel sé staðið að öllu.

Frá mínum bæjardyrum séð ætti fólk að geta leitað til síns heimilislæknis ef það er svo heppið að hafa hann, ella til næstu heilsugæslu, útskýrt sín mál og fengið tilvísun á að það þurfi að leita út fyrir heimabyggð til lækninga. Sjúkratryggingar ættu síðan að afgreiða slíkar beiðnir án undantekninga.

Gerum það að raunverulegu vali fyrir fólk að leita sér lækninga þar sem það telur heilsu sinni best borgið, þegar upp er staðið þá er það til hagsbóta fyrir alla. Slíkt val á ekki að vera háð því hvort þú hefur efni á að ferðast á eigin kostnað heldur á rétturinn til bestu mögulegrar heilsu að vera óháður efnahag.

 Guðrún Ágústa Þórdísardóttir

Skipar 2 sæti á lista Pírata á Norðuausturlandi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar