fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Eyjan

Óánægja með ákvörðun RÚV: „Ég get ekki varist þeirri tilhugsun að einhverjir séu að toga í spotta“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 27. október 2017 11:42

Vésteinn Valgarðsson Jólasveinarnir góð leið til að kenna börnum að sjá í gegnum ævintýri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vésteinn Valgarðsson

Tvö framboð hafa lýst yfir mikilli vanþóknun því hvernig flokkum sé mismunað í baráttunni og að ekki allir fái að koma stefnumálum sínum nægilega vel á framfæri. Þetta eru Alþýðufylkingin og Dögun.


Útilokaðir frá fundum og fjölmiðlum

Í yfirlýsingu frá Alþýðufylkingunni segir „Alþýðufylkingin lýsir yfir megnustu vanþóknun á þeirri mismunun sem framboðiðhefur orðið fyrir af hálfu bæði fjölmiðla og félagasamtaka. Við höfnum þeim viðbárum að ekki taki því að hlusta á flokka sem mælast með lítið fylgi í skoðanakönnunum; þvert á móti stuðlar það útiloka flokka á borð við Alþýðufylkinguna, á fundum og í fjölmiðlaumfjöllun, einmitt að því að boðskapur flokksins fái ekki tilhlýðilega athygli og kjósendur eigi því erfiðara með að mynda sér skoðun á honum.“

Vésteinn Valgarðsson, varaformaður flokksins, lenti um daginn upp á kant við Þórð Hjaltested, formann Kennarasambands Íslands eftir að flokkurinn var útilokaður frá pallborðsumræðum á vegum sambandsins. Sex kennarar eru á framboðslistum Alýðufylkingarinnar. Þá fékk Vésteinn heldur ekki að spyrja frambjóðendur spurninga á fundinum og segist hafa fengið þau svör að spurningarnar væru fyrir fram ákveðnar. Aðalbjörn Sigurðsson, fundarstjóri, svaraði Vésteini með því að spurningarnar væru ekki fyrir fram ákveðnar en hann hefði getað ímyndað sér um hvað yrði spurt á fundinum.

Alþýðufylkingin hefur verið útilokuð frá fleiri viðburðum, til dæmis hjá Félagi íslenskra leikara og Landvernd, og þá hafa ýmsir fjölmiðlar skilið flokkinn út undan í úttektum og annarri umfjöllun.

Ríkisútvarpið hefur hingað til sinnt þeirri lýðræðislegu skyldu sinni að hleypa talsmönnum allra flokka að í umfjöllun sinni en nú hefur orðið breyting þar á samkvæmt yfirlýsingunni. „RÚV hefur ákveðið að banna Alþýðufylkingunni að taka þátt í síðari leiðtogaumræðu í sjónvarpi, án þess að neinnar málefnalegrar ástæðu sé getið. Þessi þáttur er kvöldið fyrir kosningar og er trúlega sá einstaki útsendingarliður kosningaumfjöllunarinnar sem skiptir mestu um úrslit kosninganna. Að banna okkur þátttöku er gróf aðför að lýðræðislegu framboði. Um leið er það aðför að sjálfu lýðræðinu í landinu, þar sem það hlýtur að vera ein af forsendum lýðræðisins að kjósendur geti jafnauðveldlega myndað sér skoðun á boðskap þeirra flokka sem bjóða fram!“

Mynd/DV


Rangtúlkun athugasemdar frá ÖSE

Alþýðufylkingin býður fram í fjórum kjördæmum og talsmenn hennar hafa verið duglegir að reyna að koma sér á framfæri. Vésteinn segir: „Ég get ekki varist þeirri tilhugsun að einhverjir séu að toga í spotta. Einhverjir sem vilja að Alþýðufylkingin sé ósýnileg. Það eru engar málefnalegar ástæður komnar fram fyrir þessu. Einhverjir kunna að óttast að við tökum glansinn af þeim sjálfum og þar með atkvæði og möguleika til að komast í ríkisstjórn.“

Um ákvörðun RÚV segir hann: „Þeir segja að Alþýðufylkingin bjóði ekki fram á landsvísu. En við erum í fjórum kjördæmum af sex og 80% landsmanna geta kosið okkur. Með því að draga mörkin þar eru RÚV aðeins að skilja okkur út undan, því það er mikill munur á því að bjóða fram í fjórum og einu eins og Dögun gera. Þeir hafa reyndar líka sagð að ÖSE hafi gert athugasemd við það árið 2013 að of margir flokkar saman í þætti geri umræðuna of grunna. En það er augljós útúrsnúningur því þarna verða samt níu flokkar en aðeins tveir undanskildir. Enda styður ÖSE ekki þessa túlkun RÚV.“ Vésteinn segir að flokkurinn hafi kvartað til ÖSE vegna málsins en segist ekki vita hvort brugðist verður við fyrir kosningar.


Aðför að lýðræðinu

Dögun, sem bjóða fram í Suðurkjördæmi, hafa einnig gefið út yfirlýsingu þar sem mismunun framboða er hörmuð. Pálmey Gísladóttir, formaður flokksins, segir:

„Dögun lýsir yfir megnustu vanþóknun á þeirri mismunun sem framboðið hefur orðið fyrir af hálfu bæði fjölmiðla og félagasamtaka.

Við höfnum þeim viðbárum að ekki taki því að hlusta á flokka sem mælast með lítið fylgi í skoðanakönnunum.
Þvert á móti getur vel verið að sá háttur að sniðganga flokka á borð við Dögun, á fundum og í fjölmiðlaumfjöllun, stuðli einmitt að því að boðskapur flokksins fái ekki tilhlýðilega athygli og kjósendur eigi því erfiðara með að mynda sér skoðun á honum.

Með ákvörðun Rúv, að synja framboðinu um þátttöku í lokaumræðum kvöldið fyrir kosningar, tekur steininn úr.
Þetta er grófasta aðför að lýðræðislegu framboði um árabil.

Það hlýtur að vera ein af forsendum lýðræðisins að kjósendur geti jafnauðveldlega myndað sér skoðun á boðskap þeirra flokka sem bjóða fram!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga United
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar