fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Eyjan

Ný könnun – Katrín: „Ríkisstjórnin er fallin“ – Bjarni: „Raunveruleg hætta á vinstristjórn“

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 27. október 2017 09:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins. Samsett mynd/Sigtryggur Ari

Sjálfstæðisflokkur fengi 24,5 prósent atkvæða og 17 þingmenn kjörna en Vinstri græn fengju 20,2 prósent atkvæða og 14 þingmenn kjörna. Þetta er samkvæmt niðurstöðum umfangsmikillar könnunar Félagsvísindastofnunar sem unnin var fyrir Morgunblaðið.

Úrtak könnunarinnar var 3.900 kjósendur og verði niðurstöður kosninganna í samræmi við niðurstöðu könnunarinnar verður ekki möguleiki á tveggja flokka ríkisstjórn eftir kosningar.

Samfylkingin mælist með 15,3 prósenta fylgi, Miðflokkurinn 9,3 prósent, Píratar 8,8 prósent, Viðreisn 8,3 prósent, Framsóknarflokkur 7,9 prósent og Flokkur fólksins fengi 4,2 prósent atkvæða. Björt framtíð fengi 1,3 prósent og næði ekki manni inn. Sömu sögu er að segja af Dögun og Alþýðufylkingunni sem mælst með 0,0 og og 0,1 prósents fylgi.

Í samtali við Morgunblaðið í dag segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, að verði niðurstöður kosninganna á þessa leið sé það ákall um að stjórnarandstaðan myndi ríkisstjórn.

„Það eru í raun og veru mestu tíðindin að ríkisstjórnin er fallin og stjórnarandstaðan komin með meirihluta,“ segir Katrín. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tekur undir það að könnunin leiði að því líkum að vinstristjórn verði mynduð eftir kosningar.

„Þessar tölur horfa þannig við mér að við þurfum að bæta okkur enn frekar. Við erum tryggingin gegn vinstristjórn eins og mætti orða það. Það er enn raunveruleg hætta á því að hér myndist vinstristjórn ef við náum ekki að bæta við okkur á endasprettinum.“

Verði niðurstöður kosninganna á þessa leið verður ekki unnt að mynda þriggja flokka ríkisstjórn án aðkomu Sjálfstæðisflokksins. Eins og Morgunblaðið bendir á væri hægt að mynda stjórn Sjálfstæðisflokks, Miðflokksins, Framsóknarflokks og Viðreisnar sem hefði 33 þingmenn. Stjórn VG, Samfylkingar, Pírata og Framsóknarflokks hefði aftur á móti 35 þingmenn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga United
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar