Á morgun, laugardaginn 28. október 2017, er kosið til Alþingis, kjörstaðir opna að vanda kl.9 en nánari upplýsingar um hvar þú átt að kjósa má finna á vefnum kosning.is. Kosningarnar í ár eru haldnar með skömmum fyrirvara en aðeins 39 dagar eru síðan Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór á fund forseta Íslands og baðst lausnar. Í allan október hefur Eyjan birt svör flokkanna um áherslur þeirra og afstöðu til ýmissa málefni sem brenna á kjósendum.
Hér fyrir neðan getur þú skoðað svör flokkanna við eftirfarandi málefnum. Svör bárust frá öllum flokknum en ekki allir flokkarnir svöruðu hverri spurningu.