fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Eyjan

Ísland allt

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 27. október 2017 20:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Kolbrún Árnadóttir, höfundur

Miðflokkurinn ætlar að setja fram eina samhæfa hugsun fyrir landið allt, það er mikilvægt fyrir framtíð Íslands. Við ætlum að snúa vörn í sókn, við ætlum að samstilla ólíkar aðgerðir svo eitt styðji við annað.

Allir vinna saman

Við ætlum að kalla til sveitarfélög, landshlutasamtök, atvinnurekendur, ráðgjafafyrirtæki, fjármálafyrirtæki og menntastofnanir. Kalla alla aðila sem tilbúnir verða til þess að fara í þessa heildaráætlun þannig að allir vinni saman, í því felst heildarnálgun og sterk liðsheild.

Við ætlum að halda áfram áætlun við opnun fleiri fluggátta og tryggja uppbyggingu innviða í innanlandsflugi þar sem ISAVIA gegnir lykilhlutverki. Við ætlum að beina fjárfestingum að efnahagslega kaldari svæðum og létta álagi af þenslusvæðum.

Tryggja heilbrigðisþjónustu

Við ætlum menntastofnunum utan höfuðborgarsvæðisins að verða leiðandi í að nýta tækni á sviði menntamála. Rannsóknir- og þróunarsjóðir verði að hluta merktir sókn í ákveðnum landshlutum. Opinberum störfum utan höfuðborgarsvæðisins fjölgi ásamt því að starfsöryggi undirstöðuatvinnugreina verði tryggt og heildarframlag þeirra metið að verðleikum.

Við ætlum að tryggja heilbrigðisþjónustu um allt land, ríkið uppfylli tiltekið þjónustustig og sjúkrahúsið á Akureyri er annað hátæknisjúkrahús landsins, það á að virka sem slíkt.

Með þetta að leiðarljósi er hægt að hugsa um landið sem eina heild – eitt samfélag – Ísland allt.

Anna Kolbrún Árnadóttir, höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.

Birtist fyrst í Akureyri vikublað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?