fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Eyjan

Af hverju í ósköpunum ættir þú að kjósa Viðreisn?

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 27. október 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á laugardag verður gengið til kosninga. Enginn efast um gott efnahagsástand. Verðbólga hefur sjaldan verið jafn lítil, atvinnuleysi er miklu minna en í nágrannalöndunum og kaupmáttur launa er mun meiri en hann var fyrir hrun. Viðreisn hefur verið gætin í loforðum og kjósendur sem eru brenndir af skýjaborgum gömlu flokkanna taka því vel.

En hvaða áhrif hafa stefnumál Viðreisnar á Eyjafjarðarsvæðinu?

  1. Flugsamgöngur. Akureyrarflugvöllur verði endurbættur svo alþjóðleg flugfélög geti betur lent þar. Flugeldsneyti á að kosta það sama um allt land, þannig að erlend flugfélög geti flogið beint á flugvelli á landsbyggðinni. Innanlandsflug verði skilgreint sem almenningssamgöngur líkt og samgöngur strætisvagna og ferja.
  2. Tugir leiguíbúða verði reistar á Akureyri með a.m.k. 18% framlagi ríkisins. Þetta er hluti af rúmlega 3.000 íbúðum sem reistar verða um land allt á næstu árum.
  3. Framlag verði sett til undirbúnings stækkunar Sjúkrahússins á Akureyri strax á næsta ári. Við þurfum að búa okkur undir mikla fjölgun aldraðra á svæðinu á næstu tuttugu árum.
  4. Krónan verði fasttengd við evru. Í kjölfarið lækka vextir, þannig að þeir verða 2–3%. Þannig spara þeir sem skulda 20 milljónir alls 50 þúsund á mánuði. Það er kjarabót sem munar um.
  5. Enga nýja skatta á kjörtímabilinu.
  6. Frítekjumark aldraðra verði afnumið sem og reglur er kveða á um uppsagnir fólks óháð starfsgetu. Allir eiga að geta unnið eins lengi og þeir vilja, sjálfum sér og öðrum til heilla.
  7. Brúum bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Réttur til leikskóla tryggður frá 12 mánaða aldri.
  8. Skólar í heimabyggð verði efldir, bæði framhaldsskólar og háskólinn.
  9. Orkuöryggi Eyfirðinga verði tryggt. Það er óviðunandi að ekki sé hægt að flytja orku milli landsvæða.
  10. Hefðbundnar kvennastéttir eru fjölmennar á Akureyri. Við þurfum þjóðarsátt um leiðréttingu launa kvennastétta. Útrýmum kynbundnum launamun – Viðreisn steig mikilvægt skref með jafnlaunavottun, klárum nú dæmið á kjörtímabilinu.

Þessi tíu áhersluatriði eru hluti þeirrar stefnu sem Viðreisn kynnti um síðustu helgi og þar eru þau fullfjármögnuð. Ef við viljum gera breytingar þarf að vera á þingi flokkur sem hefur vilja og kjark til breytinga, svo atvinnulífið og almenningur allur geti notið sambærilegra kjara og íbúar annarra landa. Viðreisn hefur þann kjark.

Benedikt Jóhannesson og Hildur Betty Kristjánsdóttir skipa efstu tvö sætin á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi.

Birtist fyrst í Akureyri vikublað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?