Róbert Marshall, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar og síðar Bjartrar framtíðar, hefur snúið baki við fyrrum félögum og lýsir yfir stuðningi við Vinstri græn. Hann styður Svandísi Svavarsdóttur í sínu kjördæmi og hefur heyrt að Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, hafi verið einstakur húsfélagsformaður í Vesturbænum og vill hana því í forsætisráðuneytið.
Róbert birtir stuðningsyfirlýsingu sína á Facebook þar sem hann segir:
Ég ætla að kjósa Svandísi Svavars á laugardaginn. Hún er samviskusöm, snjöll, dugleg, gáfuð, græn og femínisti. Og ég vil fá Kötu sem forsætis. Það er sagt hér í vesturbænum að annar eins formaður húsfélags hafi ekki sést. Þannig að þetta er nobrainer.