fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
Eyjan

Svandís: Óábyrg loforð Sjálfstæðisflokks – Guðlaugur: Við erum háskattaland

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 26. október 2017 12:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaugur Þór Þórðarson og Svandís Svavarsdóttir. Samsett mynd/DV

„Nú er Sjálfstæðisflokkurinn í aðdraganda kosninga, og hefur hlaupið frá fjárlagafrumvarpinu sem er í raun heppilegt fyrir þjóðina að það liggur einfaldlega fyrir stefnumörkun fráfarandi ríkisstjórnarflokka í ríkisfjármálum, en núna af því að það eru að koma kosningar þá koma allt í einu nýjir hlutir og nýjir peningar í umræðuna hjá Sjálfstæðisflokknum,“ sagði Svandís Svavarsdóttir frambjóðandi Vinstri grænna í þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi hún meðal annars um skattamál við Guðlaug Þór Þórðarson frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins.

Sjálfstæðismenn hafa gagnrýnt VG fyrir að boða skattahækkanir en bæði VG og Samfylkingin hafa gefið það út að skattar verði ekki hækkaðir á  almenning, lágtekju og millitekjufólk, heldur eigi að ná í fjármagn til heilbrigðis- og menntakerfisins til hátekjufólks og með auðlindagjaldi. Sjálfstæðismenn hafa sagt á móti að upphæðirnar sem um sé að ræða séu of háar til að þær lendi ekki á öllum skattgreiðendum. Svandís gagnrýndi Sjálfstæðisflokkinn í morgun fyrir að lofa kostnaðarsömum aðgerðum og gera það án þess að gera grein fyrir hvaðan það fé á að koma:

Nú er talað um að tryggja öllum heilbrigðisþjónustu án tillits til efnahags og á sama tíma boða skattalækkanir. Þetta er dæmi sem væri áhugavert að fá einhverja útlistun á, því það dugar ekki að vera með tugmilljarða loforð í rekstrarútgjöldum og gera það með óábyrgum hætti,

sagði Svandís. Hún ítrekaði afstöðu VG að það ætti ekki að hækka skatta á lág- og millitekjufólk heldur frekar á hátekjufólk og að það ætti að hækka auðlindagjald:

Ég veit að menn vilja alveg vera að tala um 50-70 milljarða ný útgjöld o.s.f.v. en þá er vísvitandi verið að drepa málunum á dreif vegna þess að það höfum við ekki sagt. Við erum að tala um bæði eigna- og hefðbundnar tekjur úr skattkerfinu þannig að það er ekki málefnalegt að halda öðru fram en að þetta sé fullkomlega fjármagnað. En það er ólíkt hjá Sjálfstæðisflokknum, og fráfarandi ríkisstjórnarflokknum að þeir eru með fyrirliggjandi sitt plan, af hverju breyttist allt í einu áætlun þeirra þegar það var allt í einu blásið til kosninga? Af hverju er fjárlagafrumvarpið notað til að sýna hvað þeir ætluðu að gera, sem og fjármálaáætlunin?

Guðlaugur Þór tók fram að Sjálfstæðisflokkurinn hefði forgangsraðað í þágu heilbrigðis- og menntamála. Sagði hann að það hljóti að vera málefnalegt að tala um 63 milljarða sem vanti upp á hjá VG og vitnar hann í nefndarálit VG frá umræðunni um fjármálaáætlunina:

Það sem Svandís nefndi hér mun aldrei ná upp í þessa 63 milljarða sem að vantar. Annars verður þetta skattur á almenning, það sér það hver einasti maður.

Varðandi fjárlögin sagði Guðlaugur:

Við vorum í þriggja flokka ríkisstjórn, það þekkja allir ágreininginn sem var þarna á milli, við bjóðum ein fram. Þannig að þegar við sækjum umboð okkar til kjósenda þá segjum við að við viljum gera þetta og þetta eru okkar áherslur, en við náðum ekki öllu fram í ríkisstjórnarsamstarfinu.

Guðlaugur sagði um loforð Sjálfstæðisflokksins um að lækka skatta að lífið væri ekki Excel-skjal:

Reyndar er það þannig að þær þjóðir sem hafa stærstan efnahag eru þær sem hafa hóflegt og einfalt skattkerfi. Við erum háskattaland og það þarf að spyrja fólk hvort það sé aflögufært, það sem vinstri flokkarnir segja, að þeir ætli að skattleggja þetta fólk, af hverju í ósköpunum, þegar við erum háskattaland, ættum við að hækka skatta frekar?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Tóm leiðindi

Óttar Guðmundsson skrifar: Tóm leiðindi