fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
Eyjan

Miðstöð innanlandsflugs í Þórshöfn?

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 26. október 2017 14:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Njáll Trausti Friðbertsson, höfundur greinar.

Í hugum sumra er baráttan töpuð um að miðstöð innanlandsflugs verði í Reykjavík þar til annar sambærilegur eða betri kostur býðst. Í hugum annarra er einfaldlega um frekju, kverúlanta af landsbyggðinni, að ræða. Er það svo? Að mati frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík, Einars Kárasonar, virðist hið síðarnefnda stóra málið ef marka má ummæli hans í fjölmiðlum en þar sagði hann að „frekjan í hyskinu af landsbyggðinni sem heimtar að fá að stjórna nærumhverfi okkar sem hér búum er svo yfirgengileg að mér finnst að við ættum segja þeim að gjöra svo vel að gera Þórshöfn á Langanesi að höfuðborg.“

Þrír af hverjum fjórum

Svo mikil voru þau samræðustjórnmál. Staðreyndin er samt sú að landsmenn virðast almennt vera þess sinnis að flugvöllurinn eigi að vera áfram í Vatnsmýrinni eða a.m.k. þar til annar kostur, sambærilegur eða betri, finnst. Þrír af hverjum fjórum eða 74% þeirra sem afstöðu tóku í nýlegri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis, vilja að miðstöð innanlandsflugs verði áfram í Vatnsmýrinni. Þetta setur ummæli Einars og fleiri í sérstaka stöðu, frekjan virðist einmitt koma þaðan, þeirra sem telja að flutningurinn sé svo meitlaður í stein að óþarft sé að finna nýja staðsetningu áður en flugbrautum sé lokað.

Hjartað í Vatnsmýrinni

Málefni Reykjavíkurflugvallar er í raun ótrúlegt mál þar sem íslensk stjórnsýsla og pólitík hefur brugðist öryggishagsmunum almennings. Núverandi aðalskipulag sem samþykkt var af þáverandi meirihluta borgarstjórnar Samfylkingar og Besta flokksins í nóvember 2013 gerir ráð fyrir að aðalflugbraut flugvallarins norður/suður brautinni verði lokað árið 2022. Þá verður Reykjavíkurflugvöllur í Vatnsmýri í raun óstarfhæfur. Í framhaldi af undirskriftum 28% kosningabærra Íslendinga í undirskriftasöfnun Hjartans í Vatnsmýri þá var líftími norður/suður flugbrautarinnar lengdur um 6 ár. Eftir árið 2024 er ekki gert ráð fyrir flugvelli í Vatnsmýrinni í borgarskipulagi. Í þessu samhengi er rétt að hafa í huga að tveir einstaklingar eru fluttir í sjúkrafluginu að meðaltali á hverjum degi og annar þeirra í forgangsflutningi.

Ríkið er eigandi flugvallarins og í samgönguáætlun eru engar fyrirætlanir um að hann fari. Til að svara ofantöldum spurningum er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að í fyrsta lagi er ríkið eigandi flugvallarins og í samgönguáætlun eru engar fyrirætlanir um að hann fari. Í öðru lagi eru mikilvægir öryggishagsmunir bundnir við núverandi staðsetningu flugvallarins og í þriðja lagi vill meirihluti landsmanna óbreytta staðsetningu. Það gerir ofantaldar spurningar auðsvaranlegar þ.e. baráttan fyrir veru flugvallarins er ekki töpuð. Henni er ekki lokið og flugvöllurinn á að vera í Vatnsmýrinni þangað til sátt hefur náðst um annað.

Ég mun áfram beita mér fyrir því að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni fái ég umboð kjósenda til þess.

Virðingarfyllst Njáll Trausti Friðbertsson. Frambjóðandi í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi

Birtist fyrst í Akureyri vikublað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Tóm leiðindi

Óttar Guðmundsson skrifar: Tóm leiðindi