fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

(Kosninga)ráð undir rifi hverju

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 25. október 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Baldvin Hannibalsson. Mynd/Þormar Vignir Gunnarsson

eftir Jón Baldvin Hannibalsson

Sumir hafa fyrir satt, að meirihluti Íslendinga séu jafnaðarmenn innst inni. Kannski. Þessi meintu erfðagen hafa samt aldrei fengið staðfestu í kjörkössunum. Þó keyrði um þverbak í skyndikosningunum seinast. Þá tvístraðist fylgi jafnaðarmanna í allar áttir til þess eins að skemmta skrattanum.Fyrsta vers er því að læra af reynslunni. Ekki kasta atkvæðum á glæ(ný) skyndiframboð. Leyfum rokkaranum leiðitama og Engeyjar-Bensa að leiðast saman út í sólarlagið.

 

Hvað ber að varast?

Ef þú tilheyrir þessum 20%, sem eiga 85% eigin fjár landsmanna, þá er málið einfalt. (Hluta)félagshyggjan sér um sína. Þeir sem eiga öll verðbréfin, þar með taldir þessir sex hundruð, sem eiga þúsund skúffufélög í skattaskjólum, en ávaxta fé sitt í traustum gjaldmiðlum og margfölduðu eignir sínar gegnum leynistigu fjárfestingarleiðar Seðlabankans – allir þessir og áhangendur þeirra vita, að þeir eiga að fjárfesta í Flokkum, sem veita þeim skjól. Þessir flokkar heita Sjálfstæðisflokkur (Engey ehf.) og Miðflokkur (Wintris ehf.).

Þessir flokkar tryggja meðlimum sínum stöðugleika um óbreytt ástand. Þeir mega gjarnan skipta með sér 20% atkvæðanna. Áttatíu prósent kjósenda ættu að fenginni reynslu  að forðast þessa flokka eins og heitan eldinn, sem á þeim brennur. Með öðrum orðum: almannahagsmunir gegn sérhagsmunum.

Er hægt að treysta þeim?

  • Katrín Jakobsdóttir formaður VG.

    Ég þekki engan, sem efast um, að Katrín Jakobsdóttir sé vammi firrt. Við Ísafjarðarkratar studdum alltaf Skúla Thor og Theódóru gegn Hannesi Hafstein og landshöfðingjaslektinu. Það er ágætt vegarnesti. Persónuníð skrímsladeildar Engeyjarflokksins gegn Katrínu bítur því ekki á okkur, enda sprottið af hræðslu (sbr. hræðsluáróður). En böggull fylgir skammrifi. Kata þyrfti helst að lofa því fyrir kosningar, að SAMHERJI í kjördæmapotinu fyrir norðan fá hvergi nærri að koma, þegar auðlindagjaldið verður lagt á veiðileyfaaðalinn (og helst að skila mútufénu frá sægreifunum).

 

  • Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar.

    Hvað með hann Loga, arkitekt? Hann er jú norsklærður. Það þýðir, að hann kann bæði að lækka byggingarkostnað og þekkir norræna módelið út og inn. Þetta er gott vegarnesti fyrir jafnaðarmannaleiðtoga. Þar að auki er hann með fólk með sér, sem kann vel til verka við að byggja upp það sem aflaga hefur farið í velferðarríkinu. Reikningshausar eins og Oddný og Ágúst Ólafur kunna utan að, hvernig á að smíða skattakerfi, sem gerir hvort tveggja að hvetja til vaxtar og dreifir byrðunum réttlátlega. Svo sakar ekki að hafa húmanista í þingflokknum eins og hann Guðmund Andra, sem tryggingu fyrir því, að flokkurinn tapi ekki áttum – týni ekki erindisbréfinu.

 

  • Hvað með Pírata? Ja, þetta eru barnabörnin okkar, sem eru að komast til manns. Þau eru kannski svolítið misþroska, en á þroskaleið samt. Og þau hafa unnið það sér til ágætis að hafa tekið upp auðlindastefnu Alþýðuflokksins eins og hún leggur sig. Hvers vegna ekki að setja þau í að leysa málið varanlega eftir 30 ára rifrildi?

 

  • Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.

    Hvað með Ingu Sæland, konu fólksins? Ég votta það hér með, að hún er með ektakratagen, norðlensk, af þriðju kynslóð. Hún segir það sem hún meinar og meinar það sem hún segir. Það er vandfundin betri manneskja til að koma skikk á heilbrigðismálin og samspil almannasjóða og lífeyrissjóða, sem er komið úr liði.

 

Gleymi ég einhverju? Jú, gömlu góðu Framsókn. Það fyndnasta, sem gæti gerst í þessum kosningum, væri ef þingflokkur Framsóknar næði landi með einni kjördæmakjörinni á höfuðborgarsvæðinu (Lilju), en þurrkaðist út á landsbyggðinni. En kosningar eru ekki gamanmál. Það er verk að vinna, og sumt þolir enga bið. Við þurfum að velja fólk, sem kann til verka og er með gott hjartalag. Það er alls ekki útilokað, ef þið vandið valið.

Eitt enn: Ekki trúa hræðsluárórði íhaldsmanna um  að  fjögurra flokka ríkisstjórn sé fyrirfram dauðadæmd. Ég var í slíkri ríkisstjórn á árunum 1988-91 undir forystu Steingríms Hermannssonar, þess mæta manns. Þetta var trúlega best mannaða ríkisstjórn lýðveldisins ásamt með fyrstu Viðreisnarstjórninni. Hún skilaði  góðum árangri – kom á þjóðarsátt og hamdi verðbólguna. En til þess að ná góðum árangri, þarf forsætisráðherrannn að vera góður málsvari og mannasættir. Þá tekst það.

                                                                                                                      (Höf.  var einu sinn formaður Alþýðuflokksins)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu