fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Íhaldið sem landið á – Og að auki frúin í Hamborg

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 25. október 2017 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Kárason rithöfundur og frambjóðandi Samfylkingarinnar. Mynd/Sigtryggur Ari

Einar Kárason skrifar:

Sjálfstæðismenn eru upp til hópa gott fólk eins og allir vita, en ókosturinn við þá saman í flokki er að þeim finnst þeir eiga landið. Að allir aðrir séu einhverskonar þegnar þeirra eða undirsátar. Efirminnileg eru þau orð núverandi forsætisráðherra þegar Jóhanna hafði setið um hríð í sama sæti: „Skilaðu lyklunum!“ En þeir sem hafa eitthvað að láni eiga að skila því á ný, og sé á því misbrestur þá mega þeir hvessa sig sem eiga það sem lánað var.

Menn úr ranni Íhaldsins eiga auðvitað fyrirtækin og verðbréfin og aflandskrónurnar eins og allir vita, og þeir þykjast líka eiga fiskimiðin. Þessvegna mega þeir ekki heyra minnst á nýja stjórnarskrá, því að þar yrði geirneglt að öll þjóðin, en ekki bara þeir, eigi auðlindirnar. Og þverpólitíska nefndin um sjávarútvegsmál sem var leyst upp um daginn komst ekkert áfram vegna þess að Sjálfstæðismaðurinn sagði um hugsanlegt lagaákvæði sem hefði tekið af vafa um að yfirráð kvótagreifanna yfir miðunum fæli ekki í sér eignarrétt, heldur tímabundinn nýtingarrétt, eitthvað á þessa leið „við vorum ekkert komin þangað.“ Og skipti þá engu máli þótt afgangurinn af pólitíska litrófinu, og reyndar mestöll þjóðin, sé fyrir lifandis  löngu „komin þangað.“

Lengi vel „áttu“ Sjálfstæðismenn borgina, og enn geta þeir ekki sætt sig við að ráða ekki einir öllu í ráðhúsinu. Pirringur núverandi samgönguráðherra í garð borgarstjórnarmeirihlutans var ærandi í öllu sem hann sagði um samstarfsmál við borgina, og kjörnir fulltrúar bæði Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafa nýverið vitnað um að sjálfsögð afgreiðslu- og viðskiptamál gagnvart borginni hafi um langa hríð verið í frosti hjá ríkinu af sömu ástæðum.

Að sama skapi fara óháðir fjölmiðlar í taugarnar á Sjálfstæðismönnum; fjölmiðlar sem ekki lúta beinu eða óbeinu boðvaldi Íhalds og auðvalds. Það skýrir endalausar árásir á t.d. Rúv og Stundina og Kjarnann, og jafnvel beinar hótanir í garð þannig aðila.

Gjafir eru yður gefnar

Og nú ætlar nýjasti hægriflokkurinn, sem kennir sig reyndar við miðju, að grípa aftur til þeirra trixa sem sömu menn hafa einu sinni notað áður, en það er að gefa öllum landsmönnum peninga af eigum ríkisins ef þeir ná kjöri. Ég man þegar það var gert síðast, og að því kom að peningunum var útdeilt, þá vildi svo til að ég var staddur í hópi miðaldra karlmanna sem allir höfðu komið sér þægilega fyrir í lífinu; komið börnum til manns og mennta, voru sjálfir í góðri vinnu og góðum álnum, og einn segir upp úr eins manns hljóði, aðeins undrandi og jafnvel eins og vottað hefði fyrir samviskubiti: Ég var að fá tilkynningu um að ég fengi eina komma þrjár úr þessari leiðréttingu! Og hinir kinkuðu allir kolli, nefndu sínar upphæðir: Ég fékk níuhundruð; annar nefndi tæpar tvær. Svo kvöddust þeir og létu fjarstýrða bíllykla blikka ljósum áður en þeir óku burt, og allir voru að hugsa það sama: Af hverju er verið að bera á mig fé? Hefði ekki verið nær að nota það á spítölunum, þar sem sárveikt fólk þarf að bíða á biðlistum eða liggja frammi á gangi? Eða hjálpa unga fólkinu sem er að byrja lífið en getur ekki komið sér upp húsnæði?

Mér skilst að eftir næstu kosningar, ef þær fara þannig, eigi að senda hverjum landsmanni eitthvað nálægt 200þúsund krónum. Allir geta notað þesskonar upphæð, en það er hinsvegar staðreynd að slíkt mun sáralitlu breyta fyrir stóran fjölda fólks. Líf þess mun á engan hátt taka stakkaskiptum. Suma munar ekkert um svoleiðis peninga, og má þar nefna þesskonar lið sem finnst að 50 milljónir séu eitthvað sem tekur því ekki að muna, og enn síður að rifja upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu