Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærri en Vinstri græn með 24% fylgi. Litlu munar þó á milli flokkanna, en VG mælist með rúmlega 23% fylgi. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup sem greint er frá á vef RÚV.
Framsóknarflokkurinn er með rúmlega 7%, og lækkar um nærri þrjú prósentustig frá fyrri könnun Gallup. Samfylkingin bætir hins vegar við sig um fjögurra prósentustiga fylgi og fengi 13%. Nærri 5% segjast myndu kjósa Viðreisn en Björt framtíð mælist með aðeins 3% fylgi. Píratar og Miðflokkurinn mælast jafn stórir með 9% hvor. Flokkur fólksins dalar hins vegar um 4 prósentustig og fengi 6%
Viðreisnarþingmaðurinn í lykilstöðu
Ef þetta verða niðurstöður kosninganna 28.október fengi Sjálfstæðisflokkurinn 16 þingmenn, VG 16 þingmenn. Samfylkingin 9 þingmenn, Píratar 6 og Framsóknarflokkurinn 5. Viðreisn fengi einn þingmann. Flokkur fólksins 4 þingmenn og Miðflokkurinn 6. Þetta þýðir að Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn geta myndað tveggja flokka stjórn með eins manns meirihluta. Sjálfstæðisflokkurinn getur hins vegar ekki myndað meirihluta með Framsóknarflokknum, Miðflokknum og Flokki fólksins nema með þingmanni Viðreisnar, sama gildir um Vinstri græn, Pírata og Samfylkinguna.