fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Eyjan

Þjóðarpúls: Sjálfstæðisflokkurinn stærri en VG

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 13. október 2017 18:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærri en Vinstri græn með 24% fylgi. Litlu munar þó á milli flokkanna, en VG mælist með rúmlega 23% fylgi. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup sem greint er frá á vef RÚV.

Framsóknarflokkurinn er með rúmlega 7%, og lækkar um nærri þrjú prósentustig frá fyrri könnun Gallup. Samfylkingin bætir hins vegar við sig um fjögurra prósentustiga fylgi og fengi 13%. Nærri 5% segjast myndu kjósa Viðreisn en Björt framtíð  mælist með aðeins 3% fylgi. Píratar og Miðflokkurinn mælast jafn stórir með 9% hvor. Flokkur fólksins dalar hins vegar um 4 prósentustig og fengi 6%

Viðreisnarþingmaðurinn í lykilstöðu

Ef þetta verða niðurstöður kosninganna 28.október fengi Sjálfstæðisflokkurinn 16 þingmenn, VG 16 þingmenn. Samfylkingin 9 þingmenn, Píratar 6 og Framsóknarflokkurinn 5.  Viðreisn fengi einn þingmann. Flokkur fólksins 4 þingmenn og Miðflokkurinn 6. Þetta þýðir að Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn geta myndað tveggja flokka stjórn með eins manns meirihluta. Sjálfstæðisflokkurinn getur hins vegar ekki myndað meirihluta með Framsóknarflokknum, Miðflokknum og Flokki fólksins nema með þingmanni Viðreisnar, sama gildir um Vinstri græn, Pírata og Samfylkinguna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Miðflokkur á flugi, miklar breytingar í borgarstjórn – enn má Sjálfstæðisflokkurinn bíða

Orðið á götunni: Miðflokkur á flugi, miklar breytingar í borgarstjórn – enn má Sjálfstæðisflokkurinn bíða
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Tilkynna um flug milli Íslands og Montreal

Tilkynna um flug milli Íslands og Montreal
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera