fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Eyjan

Ráðherra segir lögreglu og samstarfsaðila hafa unnið þrekvirki: „Mikilvægt að þetta mál verði til lykta leitt“

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 27. janúar 2017 18:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra.
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra.

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir lögreglu, Landhelgisgæsluna og björgunarsveitir Landsbjargar hafa unnið þrekvirki í tengslum við mál Birnu Brjánsdóttur sem fannst látin síðastliðinn sunnudag. Ráðherra segir upplýsingagjöf um málið hafa verið óvenjulega en hún beri mikið traust til lögreglu sem hafi svarað ákalli almennings eftir upplýsingum um þetta hræðilega mál, á sama tíma hafi almenningur virt það að lögregla gat ekki upplýst um allt í tengslum við rannsókn málsins.

Nú er búið að taka gagnið samhæfingarstöð sem auðveldar að samhæfa svona marga ólíka aðila þannig að þetta tókst allt til fyrirmyndar. Nú hefur málið verið fellt í annan og sorglegri farveg og það er líka mikilvægt að löggæslan og réttarvörslukerfið fái næði til að sinna því af kostgæfni vegna þess að það er mikilvægt að þetta mál verði til lykta leitt,

sagði Sigríður. Sigríður var gestur Björns Bjarnasonar, sem gegndi embætti dómsmálaráðherra á árinum 2003 til 2009, í þætti Björns á ÍNN, viðtalið má svo sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Ásamt máli Birnu Brjánsdóttur ræddi Sigríður um verkefni hins endurreista dómsmálaráðuneytis. Meðal þess er stofnun millidómsstigs:

Það er auðvitað mjög stórt mál, auðvitað var búið að fella það í einhvern farveg í ráðuneytinu, lögin hafa verið fyrir löngu samþykkt. Nú þurfum við að spýta í lófana með það vegna þess að lögin kveða á um það að dómstóllinn taki til starfa 1. janúar 2018 og það er mjög mikilvægt að stofnun eins og dómstóll taki til starfa hnörkralaust frá upphafi , þó auðvitað verði menn fóta sig, en allar forsendur fyrir starfinu liggi fyrir.

Dómurum við Hæstarétt fækkar með tímanum

Sigríður_Björn_ÍNNMeðal þess sem þarf að gera er að auglýsa eftir dómurum til starfa við Landsrétt en fimmtán dómarar koma til með að bætast við íslenska réttarkerfið. Þetta verða einstaklingar sem skipaðir verða frá og með 1. janúar næstkomandi, en forseti Landréttar tekur við eitthvað fyrr:

„Þetta eru mikil tækifæri fyrir löglærða,“

segir Sigríður. Héraðs- og hæstaréttardómurum fækkar ekki, en Sigríður gerir ráð fyrir að einhverjir héraðsdómarar sæki um við Landsrétt, telur hún mikilvægt að það verði fjölbreytt reynsla í dómstólnum:

Hæstaréttardómurum fækkar með tímanum, nýju dómstólalögin gera ráð fyrir sjö hæstaréttardómurum. Það verður ekki skipað í stöðu dómara, það verður látið fjara út.

Eðlilegt að hagsmunir dómara séu uppi á borðum

Miklar umræður hafa skapast um hæfi dómara og spurningar vaknað um hagsmunatengsl þeirra, jafnvel að það þurfi að taka upp mál á ný vegna þess að dómar hafa verið felldir þar sem draga megi hæfi dómarana í efa. Sigríður segist ekki ætla að láta þá umræðu fara framhjá sér:

Það er eðlilegt að hagsmunir liggji uppi á borðinu. Í sumum tilfellum kemur það ekki til greina að dómarar, hvort sem það séu héraðsdómarar eða hæstaréttardómarar, séu með tiltekna hagsmuni. Ég var ánægð með það að Hæstiréttur tók af skarið með það nú um áramótin og birti hagsmunaskráningu, skráning sem er langt umfram það sem lög kveða á um, og það er ítarlegri hagsmunaskráning en til dæmis Alþingismenn búa við,

segir Sigríður. Telur hún tvímælalaust að skoða þurfi málið betur, því þetta eigi líka við um héraðsdómara og landsréttardómara þegar þar að kemur. Það sé ekki heppilegt að allt sé opinbert, en skráningin þurfi að liggja fyrir. Viðtal Björns Bjarnasonar við Sigríði Á. Andersen má sjá í heild sinni hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?