fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Vill að fjárlaganefnd fái upplýsingar um þjónustusamninginn við Klíníkina

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 26. janúar 2017 19:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Mynd/DV
Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Mynd/DV

Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra hefur óskað eftir því að fjárlaganefnd fái upplýsingar um þjónustusamning Sjúkratrygginga Íslands við Klíníkina í Ármúla. Í dag greindi Morgunblaðið frá því að Klíníkin í Ármúla hyggst bjóða upp á fimm daga legudeild fyrir sjúklinga sem fara þar í aðgerðir. Fram að þessu hafa aðgerðir á vegum einkaaðila hér á landi verið þess eðlis að hægt sé að fara heim samdægurs, en nú hyggst Klíníkin bjóða upp á stærri aðgerðir sem krefjast þess að sjúklingar dvelji þar í allt að fimm daga.

Líkt og Eyjan greindi frá í dag vill Elsa Lára Arnardóttir þingmaður Framsóknarflokksins fund í velferðarnefnd Alþingis um málið við fyrsta tækifæri. Oddný segir á Fésbókarsíðu sinni að hún óski eftir því að fjárlaganefnd fái upplýsingar um þjónustusamning Sjúkratrygginga Íslands við Klíníkina í Ármúla þar sem kemur fram hvaða upphæðir greiðast úr ríkissjóði fyrir þjónustuna og hvaða markmið eru í samningnum um þá þjónustu sem veita skal og hvaða leiðir eigi að fara til að ná þeim markmiðum:

Hvaða mælikvarðar eru notaðir til að meta árangur þjónustunnar og með hvaða hætti árangurinn og kostnaðurinn er borinn saman við sambærilega sjúkrahúsþjónustu sem ríkissjóður rekur sjálfur.
Hver er launagreiðandinn og upplýsingar um hvort starfsfólk greiðir iðgjald til LSR og hugsanlegar skuldbindingar sem geti fallið á ríkissjóð vegna launa starfsfólks.

Einnig eigi að koma fram hver kostnaðarábyrgð og fagleg ábyrgð Klíníkarinnar sé ef svo illa færi að sjúklingur þyrfti að leggjast inn á ríkisrekið sjúkrahús að lokinni meðferð. Vill Oddný fá upplýsingar um hvernig faglegu eftirliti með starfseminni verði háttað sem og hvaða reglur gildi um framhaldsmeðferð og skyldur einkasjúkrahússins varðandi hana.

Ari Brynjólfsson – ari@pressan.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist