fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Þetta eru formenn og varaformenn fastanefnda Alþingis

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 26. janúar 2017 11:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

AlþingishúsiðStjórnarflokkarnir þrír koma til að með að skipta öllum fastanefndum þingsins á milli sín. Til stóð að Sjálfstæðisflokkurinn fengi fimm fastaformenn, Viðreisn og Björt framtíð skiptu með sér einni formennsku og stjórnarandstaðan tvo formenn. Í viðræðum meirihluta og minnihluta um málið var meirihlutinn tilbúinn að gefa eftir eina formennsku til viðbótar með því skilyrði að Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins yrði formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Stjórnarandstaðan féllst ekki á þetta, sagði Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata það óþægilegt að meirihlutinn hafi verið að skipta sér að skipun formanna á vegum minnihlutans. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í gær að stjórnarflokkarnir hefðu verið tilbúnir að fela stjórnarandstöðunni formennsku í fleiri fastanefndum, en það hafi verið stjórnarandstöðuflokkarnir sem hafi ekki getað komið sér saman um hvað ætti að falla í hvers hlut.

Nú eru nefndirnar að koma saman og hver nefnd fyrir sig kosið formann. Stjórnarflokkarnir eru með fimm fulltrúa í hverri nefnd á móti fjórum fulltrúum stjórnarandstöðu.

Af átta fastanefndum Alþingis fara þingmenn Sjálfstæðisflokksins með formennsku í sex nefndum, Viðreisn í einni nefnd og Björt framtíð í einni. Konur fara með formennsku í helmingi nefndanna. Tveir formenn koma úr Suðurkjördæmi, en nokkur titringur var innan Sjálfstæðisflokksins með að enginn ráðherra kæmi úr kjördæminu.

Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi er formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar er 1. varaformaður og Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins 2. varaformaður.

Nichole Leigh Mosty þingmaður Bjartr­ar framtíðar í Reykjavík Suður er formaður vel­ferðar­nefnd­ar. Vil­hjálm­ur Árna­son þingmaður Sjálf­stæðis­flokks er 1. vara­formaður nefnd­ar­inn­ar og Ólöf Nor­dal, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks 2. vara­formaður.

Val­gerður Gunn­ars­dótt­ir þingmaður Sjálf­stæðis­flokksins í Norðausturkjördæmi er formaður um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar. Pawel Bartoszek þingmaður Viðreisn­ar er 1. vara­formaður nefnd­ar­inn­ar og Bryn­dís Har­alds­dótt­ir þingmaður Sjálf­stæðis­flokks 2. vara­formaður.

Har­ald­ur Bene­dikts­son þingmaður Sjálf­stæðis­flokksins í Norðvesturkjördæmi er formaður fjárlaganefndar. Hanna Katrín Friðriks­son þingmaður Viðreisn­ar er1. vara­formaður og Theo­dóra S. Þor­steins­dótt­ir þingmaður Bjartr­ar framtíðar 2. vara­formaður.

Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi er formaður atvinnuveganefndar. Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokks 1. fyrsti varaformaður og Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar 2. vara­formaður.

Jóna Sólveig Elínardóttir varaformaður og þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi er formaður utanríkismálanefndar. Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokks er 1. varaformaður nefndarinnar.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Norður er formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Nichole Leigh Mosty þingmaður Bjartrar framtíðar er 1. varaformaður nefndarinnar.

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Suður er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar er 1. varaformaður og Njáll Trausti Friðbertsson Sjálfstæðisflokki 2. varaformaður.

Ari Brynjólfsson – ari@pressan.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist