fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Óskar eftir fundi í velferðarnefnd vegna frétta um legudeild á Klíníkinni

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 26. janúar 2017 15:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elsa Lára Arnardóttir þingmaður Framsóknarflokksins. Mynd/DV
Elsa Lára Arnardóttir þingmaður Framsóknarflokksins. Mynd/DV

Elsa Lára Arnardóttir þingmaður Framsóknarflokksins hefur óskað eftir því að fundur verði haldinn sem fyrst í velferðarnefnd Alþingis vegna frétta að landlæknir hefur veitt Klíníkinni í Ármúla leyfi til að reka legudeild. Greint var frá málinu í Morgunblaðinu í dag, en þar kom fram í Klíníkin hafi fengið leyfi fyrst einkafyrirtækja hér á landi til að reka legudeild til að hægt sé að framkvæma stærri aðgerðir þar sem sjúklingar geta ekki farið heim samdægurs.

Haft var eftir Hjálmari Þorsteinssyni bæklunarlækni og framkvæmdastjóri Klíníkinnar í Ármúla að legudeildin geti hjálpað til við að stytta biðlista eftir stærri aðgerðum:

Við lítum á okkur sem sjúkrahúseiningu, sem er samstarfsaðili til þess að halda biðlistum í lágmarki, hvor sem það eru bæklunaraðgerðir, kvensjúkdómaaðgerðir eða brjóstaminnkanir svo ég nefni dæmi um aðgerðir þar sem langur biðlisti er eftir aðgerðinni,

Elsa Lára hefur beðið um að heilbrigðisráðherra, landlæknir, forstjóri Landspítalans og forsvarsmenn Klíníkinnar mæti á fundinn. Segir hún á Fésbókarsíðu sinni að ýmsar spurningar vakni, þar á meðal hvort gerðir verði sambærilegir samningar við opinberu heilbrigðisstofnanirnar og sjúkrahúsin til að stytta biðlista eftir skurðaðgerðum:

En nú þegar erum við með auð rými á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni. Má þar m.a. nefna Akranes, Selfoss og Reykjanesbæ.

Hvernig verður aðgangi fólks að þjónustunni háttað, getur fólk borgað sig fram yfir biðlista í hinu opinbera kerfi?

Mun þetta hafa áhrif á fjármagn til hinna opinberu stofnanna, heilbrigðisstofnana og sjúkrahúsa?,

spyr Elsa Lára. Vonar hún að fundurinn verði haldinn sem fyrst og að á hann mæti Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra, Páll Matthíasson forstjóri LSH, Birgir Jakobsson landlæknir og forsvarsmenn Klíníkurinnar í Ármúla.

Ari Brynjólfsson – ari@pressan.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist