fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Unnur Brá Konráðsdóttir kjörin forseti Alþingis

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 24. janúar 2017 14:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Unnur Brá Konráðsdóttir. Mynd: DV
Unnur Brá Konráðsdóttir. Mynd: DV

Unnur Brá Konráðsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi var kjörin forseti Alþingis á þingfundi sem hófst kl. 13:30. Unnur Brá var kjörin með 54 atkvæðum, en 5 greiddu ekki atkvæði.

Steingrímur J. Sigfússon, sem gengdi embætti forseta Alþingis í desember, var kjörinn fyrsti varaforseti þingsins. Unnur Brá sagði við kjörið að það væri hennar trú að hægt sé að vinna vel saman á Alþingi, þvert á flokka, ef vilji sé til.

Þakkaði hún Alþingismönnum traustið og sagði einkar ánægjulegt að taka við embætti forseta Alþingis við þau tímamót að konur eru nú um helmingur þingheims, eða 48%, sem er hæsta hlutfall kvenna á þingi til þessa. Lagði Unnur Brá áherslu á náið og gott samstarf við formenn þingflokka, formenn stjórnmálaflokka og alþingismenn. Vísaði hún í reynslu af þingstörfum í desember og sagði þingmenn mega vera stolta af þeim vinnubrögðum og þeirri góðu samvinnu sem Alþingi sýndi. Þakkaði hún fráfarandi forseta, Steingrími J. Sigfússyni, og forsætisnefnd góð störf og ítrekaði vilja til góðs samstarfs við þingmenn alla, hvar í flokki sem þeir standa.

Í embætti varaforseta Alþingis voru einnig kjörin Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata, Jóna Sólveig Elínar­dóttir þingmaður Viðreisnar, Þórunn Egilsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins, Nichole Leigh Mosty þingmaður Bjartrar framtíðar og Teitur Björn Einars­son þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Þingfundi hefur verið nú verið frestað fram á kvöld þegar Bjarni Benediktsson flytur sína fyrstu stefnuræðu sem forsætisráðherra. Dagskráin hefst kl. 19:30. Umræðurnar skiptast í þrjár umferðir. Forsætisráðherra hefur 18 mínútur til framsögu en aðrir þingflokkar en þingflokkur forsætisráðherra hafa 10 mínútur í fyrstu umferð, í annarri og þriðju umferð hafa þingflokkarnir 5 mínútur hver.

Ari Brynjólfsson – ari@pressan.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi