fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Hæstiréttur Bretlands úrskurðar um Brexit

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 24. janúar 2017 11:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Theresa May forsætisráðherra Bretlands í dag. Mynd/Getty
Theresa May forsætisráðherra Bretlands. Mynd/Getty.

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, þarf að fá heimild hjá breska þinginu til að virkja 50. grein Lissabonsáttmálans og hefja úrsagnarferli úr Evrópusambandinu. Þetta úrskurðaði Hæstiréttur landsins í dag. Þetta er staðfesting á úrskurði lægra dómstigs og enn önnur hindrunin í vegi May og Íhaldsflokksins á leiðinn út úr Evrópusambandinu.

May hefur lofað því að hefja umræður um úrsögn úr sambandinu ekki seinna en í lok mars með því að virkja 50. grein Lissabonsáttmálans. Að þurfa að fá samþykki þingsins mun eflaust tefja það ferli.

Í dómi Hæstaréttar var tekið fram að þingi hafi samþykkt löggjöfina árið 1972 sem gerði Bretlandi kleift að ganga í sambandið á sínum tíma. Þá hafi verið tekin upp ýmis löggjöf sambandsins sem veitt hafi breskum þegnum ýmis réttindi sem myndu glatast við úrsögn úr Evrópusambandinu.

Þetta veldur því, samkvæmt orðum David Neuberger lávarðs, forseta Hæstaréttar að ,,ríkisstjórnin getur ekki virkjað 50. greinina án þess að þingið veiti til þess leyfi.‘‘ Átta dómarar voru að baki þessum úrskurði en þrír á móti.

Meirihluti þingmanna, þar á meðal margir úr röðum Íhaldsmanna, börðust gegn því að Bretar greiddu úrgöngu úr Evrópusambandinu atkvæði sitt. Flestir stjórnmálaskýrendur telja þó afar ólíklegt að þingmenn þori að fara gegn úrslitum Brexit atkvæðagreiðslunnar sem fram fór í júní á síðasta ári. 52% kjósenda sögðu já við úrsögn úr sambandinu.

May og stjórn hennar getur þó huggað sig við það að Hæstiréttur mat það svo að ekki þyrfti sérstakt samþykki fyrir úrsögninni frá þingum Norður Írlands, Wales og Skotlands.

Lögin um framsal valds voru sett byggð á þeirri ályktun að Bretland yrði meðlimur Evrópusambandsins en það er ekki nauðsynlegt. Samskipti við Evrópusambandið eru á forræði bresku ríkisstjórnarinnar,

sagði Neuberger lávarður við úrskurðinn.

Aðeins örfáum mínútum eftir úrskurðinn sagði Jeremy Wright í yfirlýsingu að ríkisstjórn May myndi fara eftir honum. May og starfslið hennar gera ekki ráð fyrir að úrskurðurinn muni tefja úrsagnarferlið en hvort það mun reynast rétt kemur í ljós.

Vonbrigði eru með úrskurðinn meðal margra þingmanna á skoska þinginu með að meðlimir þess fái ekki að kjósa um það hvort virkja skuli 50. greinina. Mikill meirihluti Skota kaus gegn því að segja sig úr Evrópusambandinu. Skoski þjóðflokkurinn mun án efa gera allt sem í sínu valdi stendur til að koma í veg fyrir úrsögn Bretlands og stefna þingmenn hans að því að leggja fram ,,50 mikilvægar og ýtarlegar‘‘ breytingartillögur fyrir hverja þá löggjöf sem fram kemur um úrsögn úr Evrópusambandinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi