fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Utanríkisráðherra fundar í Noregi: Sporna þarf við neikvæðum áhrifum loftslagsbreytinga á Norðurslóðum

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 23. janúar 2017 13:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra gerði aukið vægi norðurslóða á alþjóðavettvangi, sjálfbærni á svæðinu og málefni hafsins að umtalsefni í ræðu sinni í morgun á Arctic Frontiers ráðstefnunni, sem haldin er í Tromsø í Noregi.

Þá tók utanríkisráðherra þátt í pallborðsumræðum um málefni norðurslóða þar sem forsætisráðherrar Noregs og Finnlands og sendiherra Rússlands í málefnum norðurslóða voru meðal þátttakenda.

Umræðunni stýrði fréttamaðurinn Stephen Sackur frá BBC sjónvarpsstöðinni, að því greinir frá í frétt Utanríkisráðuneytisins.

„Samvinna ríkja á norðurslóðum er til fyrirmyndar. Við erum sammála um að hafa sjálfbærni að leiðarljósi í allri stefnumörkun á svæðinu og sporna við neikvæðum áhrifum loftslagsbreytinga. Þá hafa málefni hafsins á norðurslóðum fengið aukinn sess í umræðunni sem er vel, enda hagsmunir okkar, sem fiskveiðiþjóð, þar mjög ríkir, “ segir Guðlaugur Þór.

Utanríkisráðherra fundaði ennfremur með Margot Wallström, utanríkisráðherra Svíþjóðar, og ræddu ráðherrarnir meðal annars norrænt samstarf, Brexit og stöðu mála í Evrópu. Þá fundaði ráðherra með Frank Bakke-Jensen, Evrópumálaráðherra Noregs, um Brexit og EES samstarfið.

„Ég hef sagt að fyrirhuguð útganga Bretlands úr Evrópusambandinu og hagsmunir Íslands þar að lútandi sé forgangsmál í utanríkisstefnunni, og því er mikilvægt að ráðgast og skiptast á upplýsingum við norræna samráðherra,“ segir Guðlaugur Þór sem heldur til Danmerkur síðar í dag og tekur þar þátt í opinberri heimsókn forseta Íslands til Margrétar Þórhildar Danadrottingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi