Nýtt fylgi ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar er 39,9% í skoðanakönnun MMR (Market and media research) sem var birt í dag. Könnuninni var lokið 10 .janúar en birt í hádeginu í dag. Fylgi stjórnarflokkanna var 46,7% í kosningunum. Viðreisn tapar mestu fylgi eða 3,6% en mesta sóknin er hjá VG sem vinnur á um 8,4%. Er þá komin í 24,3% fylgi. Er langstærsti stjórnarandstöðuflokkurinn.
Niðurstöður könnunarinnar eru:
Sjálfstæðisflokkurinn 26,1% (-2,9% frá kosningum)
Vinstri-græn 24,3% (+8,4%)
Píratar 14,6% (+0,1%)
Framsóknarflokkurinn 10,9% (-0,6%)
Viðreisn 6,9% (-3,6%)
Samfylkingin 6,4% (+0,7%)
Björt framtíð 6,3% (-0,9%)
Hér má sjá könnunina í heild sinni.
Börkur Gunnarsson gerði útdráttinn.