fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Björn Valur fer yfir dagsverk ríkisstjórnarinnar

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 18. janúar 2017 20:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstri grænna. Mynd/Pressphotos.biz
Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstri grænna. Mynd/Pressphotos.biz

Ríkisstjórnin er vikugömul í dag, segir Björn Valur Gíslason, varaformaður VG og fyrrv. þingmaður, í pistli á heimasíðu sinni þarsem hann bregður sínu ljósi á dagsverk ríkisstjórnarinnar og þá helst það sem honum virðist annaðhvort koma á óvart eða alls ekkert á óvart, þótt óþægilegt sé. Hann segir að Sigríður Andersen hafi byrjað daginn á að boða hertar aðgerðir gegn hælisleitendum. Svo segir hann Sendiherra Breta telja góða möguleika á samstarfi við Ísland eftir Brexit, þarsem ríkisstjórnin sé í Brexitliðinu. Svo skrifar hann um þá frændur og utanríkisráðherrann:

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fagnar mjög útgöngu Breta úr ESB og sér tækifæri í því fyrir Ísland og reyndar heiminn allan.

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra vill aukið gagnsæi í bókhaldi ríkisins og boðar einkavæðingu bankanna.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra neitar að mæta fyrir þingnefnd til að ræða skattaskjólsskýrsluna sína.

Ráðherrann viðurkennir klúður fyrri ríkisstjórnar

Dag 6 hafði Björn Valur talið rólegan dag hjá stjórnarliðinu Þó ekki alveg dauðan.

Birgir Ármannsson er formaður utanríkismálanefndar. Eyjan/Gunnar
Birgir Ármannsson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Eyjan/Gunnar

Dag 4 og 5 hafði Björn Valur verið sérstaklega ánægður með fjármálaráðherrann Benedikt Jóhannesson. Björn Valur segir að ráðherrann sjálfur hafi viðurkennt að síðasta ríkisstjórn hafi keyrt heilbrigðiskerfið að þolmörkum. „Ráðherrann segir að það verði að setja meiri peninga í kerfið en nefnir ekki hvaðan þeir peningar eigi að koma,“ skrifar Björn.

Þá segir hann Birgi Ármannsson, þingflokksformann sjálfstæðismanna, hafa sagt að ef Sjálfstæðisflokkurinn fái ekki sitt við skipan í þingnefndir munu þeir knýja það í gegn með aðstoð Bjartrar framtíðar og Viðreisnar.

Þá hafi Jón Steinþór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, viðurkennt að flokkurinn hafi fallið frá kröfu sinni um þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB

Börkur Gunnarsson gerði útdráttinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinsældir Trump minnka – Þær minnstu á kjörtímabilinu

Vinsældir Trump minnka – Þær minnstu á kjörtímabilinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helgi Seljan kom Guðlaugi í opna skjöldu – Ber við minnisleysi um sína eigin skýrslu

Helgi Seljan kom Guðlaugi í opna skjöldu – Ber við minnisleysi um sína eigin skýrslu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum