fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Bjarni vegur að eftirlitshlutverki Alþingis

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 18. janúar 2017 09:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Smári McCarthy.
Smári McCarthy þingmaður.

„Mér finnst algjörlega ótækt að forsætisráðherra vilji ekki gera grein fyrir verkum sínum fyrir nefndinni. Með slíkri neitun vegur hann að eftirlitshlutverki Alþingis. Það að hafa veitt fjölmiðlum svör er allt annað en að hafa veitt þinginu viðunandi svör. Ég ítreka því ósk um fund með forsætisráðherra vegna málsins,“ sagði Smári McCarthy þingmaður Pírata um það að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, ætli ekki að mæta á fund efnahags- og viðskiptanefndar til að svara spurningum um hversvegna skýrslan um eignir Íslendinga erlendis og tekjutap hins opinbera vegna þeirra var ekki birt fyrr en eftir kosningar. Svo segir í fréttatilkynningu Pírata sem send var út í gærkvöldi.

Tilkynning Pírata hljóðar svo í heild sinni:

Nefndarmönnum efnahags- og viðskiptanefndar bárust í dag þær fregnir að forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, hyggst ekki koma á fund nefndarinnar til þess að ræða framgöngu sína við birtingu skýrslu um mat á umfangi eigna Íslendinga á aflandssvæðum. Ráðherra telur sig ekki hafa meira um málið að segja á þessu stigi enda hafi hann tjáð sig um málið opinberlega. Ennfremur lýsti forsætisráðherra sig reiðubúinn til þess að taka þátt í umræðum um málið á vettvangi Alþingis eftir að þingið kæmi saman 24. janúar nk.

Fulltrúi Pírata í efnahags- og viðskiptanefnd, Smári McCarthy, sendi eftirfarandi svar til nefndarmanna þegar þessi tíðindi bárust nefndinni:

“Mér finnst algjörlega ótækt að forsætisráðherra vilji ekki gera grein fyrir verkum sínum fyrir nefndinni. Með slíkri neitun vegur hann að eftirlitshlutverki Alþingis. Það að hafa veitt fjölmiðlum svör er allt annað en að hafa veitt þinginu viðunandi svör. Ég ítreka því ósk um fund með forsætisráðherra vegna málsins.”

Í ljósi þess að umboðsmaður hafnar að taka fyrir meint brot fjármálaráðherra gegn grein 6.c) í siðareglum ráðherra með vinnubrögðum sínum er nauðsynlegt að ráðherra standi fyrir verkum sínum gagnvart þinginu.

Þingflokkur Pírata mun funda um málið á morgun en Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata tekur undir þá ósk Smára McCarthy að forstætisráðherra mæti á fund efnahags- og viðskiptanefndar og standi fyrir máli sínu:

“Það er sjálfsögð krafa að ráðherra gegni lögbundnu hlutverki sínu gagnvart þinginu og skylda þingmanna að veita framkvæmdavaldinu aðhald, eins og lög gera ráð fyrir, í þeim tilgangi að gæta hagsmuna umbjóðenda sinna”.

Börkur Gunnarsson gerði útdráttinn.

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinsældir Trump minnka – Þær minnstu á kjörtímabilinu

Vinsældir Trump minnka – Þær minnstu á kjörtímabilinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helgi Seljan kom Guðlaugi í opna skjöldu – Ber við minnisleysi um sína eigin skýrslu

Helgi Seljan kom Guðlaugi í opna skjöldu – Ber við minnisleysi um sína eigin skýrslu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum