Að því gefnu að ný ríkisstjórn starfi út heilt kjörtímabil mun Bjarni Benediktsson skipa bæði Seðlabankastjóra Íslands, sem nú er Már Guðmundsson, og aðstoðarseðlabankastjóra sem er Arnór Sighvatsson. Árið 2018 rennur út skipunartími aðstoðarseðlabankastjóra og árið 2019 rennur út skipunartími bankastjórans. Um þetta fjallar blaðamaðurinn Jón Hákon Halldórsson sem vinnur á Fréttablaðinu í dag. Í frétt hans má komast í hér.
En einsog Eyjan.is sagði frá fyrr í janúar að þá var forræði yfir Seðlabankanum fært úr fjármálaráðuneytinu og yfir í forsætisráðuneytið í stjórnmálasáttmálanum og mun því ekki heyra undir Benedikt Jóhannesson heldur Bjarna. Kjörtímabil þessarar ríkisstjórnar rennur ekki út fyrr en árið 2021 en er aftur á móti með aðeins eins manns meirihluta á Alþingi sem verður að teljast tæpt.
Börkur Gunnarsson gerði útdráttinn.