fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Framkvæmdastjóri Bónus viðurkennir Costco áhrifin: „Þetta hefur áhrif og það sjá það allir“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 2. júní 2017 13:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verslun Costco í Kauptúni Garðabæ.

Verslun Costco í Kauptúni í Garðabæ opnaði fyrir rúmri viku, þann 23. maí síðastliðinn. Frá opnum hefur verið örtröð í búðinni og hafa viðtökurnar verið framar björtustu vonum fyrirtækisins. Samkvæmt gögnum frá Meniga var veltan í Costco 32% af heildarveltu dagvörumarkaðsins hér á landi en velta Bónus, sem rekur 32 verslanir um allt land 28% af dagvörumarkaðnum. Verð á hlutabréfum í Högum, sem rekur Bónus og Hagkaup, hefur hríðfallið í Kauphöllinni í dag, gengi bréfanna er nú 49 en var 55,2 fyrir viku síðan.

Í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun var rætt við Guðmund Marteinsson, framkvæmdastjóra Bónus og hann viðurkennir að innkoma Costco höggvi skarð í rekstur fyrirtækisins.

Það segir sig sjálft. Þetta hefur áhrif og það sjá það allir,

segir Guðmundur.

Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus.

Hann er miður sín vegna þeirra umræðu sem farið hefur hátt undanfarna daga um meint okur íslenskra matvöruverslana. Guðmundur segir að þó að verslanir Bónus gæfu burtu alla sína álagninu myndi það engin áhrif hafa, hátt verðlag hér á landi væri ekki Bónus að kenna. Stórir birgjar í útlöndum skilgreindu Norðurlöndin og þar með Ísland sem velmegunarlönd sem geri það að verkum að vörur séu seldar hingað dýrum dómum.

Það er ekki sanngjarnt. Nú er Costco komið til Íslands og það er talað um að það sé tilraunamarkaður fyrir Norðurlöndin,

segir Guðmundur en hann telur að þegar Costco hafi opnað verslanir víðar á Norðurlöndum muni það valda því að erlendir framleiðendur sjái að sér og lækki vöruverð til íslenskra verslana. Það er mat framkvæmdastjórans að Bónus, líkt og aðrar verslanir, verði að skoða sín mál eftir komu Costco.

Móðurfyrirtæki Bónuss, Hagar, hefur verið sakað um að hóta íslenskum matvælaframleiðendum að ef þeir bjóði vörur sínar til sölu í Costco verði þær teknar úr hillum Hagaverslanna. Finnur Árnason, forstjóri Hafa hefur þvertekið fyrir þetta og þessu hafnar Guðmundur alfarið. Allir heildsalar og framleiðendur hér á landi vitað af komu Costco í nokkurn tíma og að verðlagning þar myndi miðast við verðlag í Bretlandi og flestir hafi reynt að taka tillit til þess að sögn Guðmundar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“