fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Eyjan

Ólafía aðstoðar Benedikt

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 25. apríl 2017 13:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafía Rafnsdóttir

Ólafía B. Rafnsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Benedikts Jóhannessonar fjármála- og efnahagsráðherra.

Ólafía var formaður VR 2013-2017 en hún laut í lægra haldi fyrir Ragnari Ingólfssyni í formannskosningum VR nýverið. Frá 2014-2017 var Ólafía varaformaður Landssambands íslenskra verslunarmanna og jafnframt fyrsti varaforseti Alþýðusambands Íslands. Áður starfaði Ólafía m.a. sem framkvæmdastjóri hjá mannauðssviði 365 miðla, deildarstjóri innheimtudeildar Tals, þjónustustjóri Islandia Internet og hjá VR.

Ólafía hefur fjölbreytta reynslu af nefndar- og félagsstörfum. Hún hefur t.a.m. gegnt stjórnarformennsku hjá Rannsóknarsetri verslunarinnar, setið í miðstjórn ASÍ og verið formaður í vinnumarkaðsnefnd og Jafnréttis- og fjölskyldunefnd. Þá hefur Ólafía starfað sem kosningastjóri. m.a. fyrir forsetaframboð Ólafs Ragnars Grímssonar árið 1996 og 2012.

Ólafía lauk MBA-gráðu frá Háskóla Íslands árið 2012, námi í mannauðsstjórnun við Endurmenntun Háskóla Íslands árið 2005 og verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun við sömu stofnun árið 2004.

Ólafía hefur störf 2. maí næstkomandi, Benedikt er nú þegar með einn aðstoðarmann, Gylfa Ólafsson heilsuhagfræðing og oddvita Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“