fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Dvel ég í draumahöll – á norsku

Egill Helgason
Miðvikudaginn 8. mars 2017 22:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er af Torbjörn Egner kynslóðinni. Dáði verk þessa höfundar ákaflega þegar ég var barn. Held ég hafi nánast kunnað Dýrin í Hálsaskógi og Kardimommubæinn utan að. Persónur eins og Lilli Klifurmús, Mikki refur, Soffía frænka og Kasper, Jesper og Jónatan voru lifandi veruleiki fyrir mér.

Dýrin í Hálsaskógi setti ég upp í stofunni heima. Hafði farið í Þjóðleikhúsið að sjá þau og orðið mjög óttasleginn þegar refurinn birtist. Ég var svo huglítill að það varð að fara með mig út í hléi. En mamma dó ekki ráðalaus, fór með mig aftur og þá fékk ég að hitta sjálfan Mikka ref – sem var leikinn af Bessa Bjarnasyni.

Upp frá því var ég gríðarlegur aðdáandi Bessa, taldi hann stórkostlegan listamann. Aðdáunin minnkaði ekki þegar fjölskyldan hitti hann eitt sinn í lautarferð í Heiðmörk. Þá var ég meira starstruck en ég hef orðið fyrr eða síðar á ævinni.

Líklega hefði maður tekið þessari kvikmynd fagnandi á þessum árum. Hún heitir Dyrene i Hakkebakkeskogen, er norsk, var frumsýnd um síðustu jól og er nú á leiðinni í bíó á Íslandi. Þarna eru Klatremus, Mikkel Rev, Morten Skogmus, Bakergutten og Bamsefar. Því gleymum því ekki að Dýrin í Hálsaskógi eru norsk og vísan alkunna Dvel ég í draumahöll er þaðan.

Ég man ekki betur en að um daginn hafi hún unnið einhverja kosningu um besta íslenska barnalagið, en það er semsagt eftir Torbjörn Egner og Christian Hartmann. Kristján frá Djúpalæk gerði hins vegar íslenska textann og tókst svo vel upp að þetta er nánast farið að hljóma í eyrum okkar eins og íslensk barnagæla.

Dvel ég í draumahöll
og dagana lofa.
Litlar mýs um löndin öll
liggja nú og sofa.
Sígur ró á djúp og dal,
dýr til hvílu ganga.
Einnig sofna skolli skal
með skottið undir vanga.

En svona líta Dýrin í Hálsaskógi út í teiknimyndinni. Hún er væntanleg í bíó á Íslandi 7. apríl, rétt fyrir páska. Við getum heyrt norsku útgáfuna af Dvel ég í draumahöll undir lok stiklunnar. Textinn er svona.

So ro lillemann
Nå er dagen over
Alle mus i alle land
Ligger nå og sover
So ro tipp og tå
Sov min vesle pote
Reven sover også nå
Med halen under hodet

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist